Vinna við lagnir í Hrannarstíg

Undanfarið hefur verið unnið við lagnir í Hrannarstíg. Verið er að koma fyrir nýjum vatnsveitu-, klóak- og regnvatnslögnum í stað gamalla lagna sem fyrir eru. Vegna þessara framkvæmda er óhjákvæmilegt að loka tímabundið innkeyrslunni inn í Smiðjustíg þar sem grafinn verður skurður þar í gegn.       

Nýtt á bókasafninu

Nýlega bárust á bókasafnið nýjar og nýlegar enskar barna- og unglingabækur. Meðal þeirra eru bækur eins og „Cat and mouse in a haunted house“ og „Four mice deep in the jungle“ eftir Geromino Stilton frá 2000, „The best of Dr. Seuss“ en hann skrifaði „Þegar Trölli stal jólunum“ og „Kötturinn með höttinn“, nokkrar bækur um Kaftein Ofurbrók (Captain underpants) eftir Dav Pilkey og bókaflokkurinn „The doomspell“ eftir McNish frá 2000.

Slökkviliðin á Nesinu æfa á Gufuskálum

Slökkvilið Stykkishólms, Grundarfjarðar og Snæfellsbæjar, munu laugardaginn 16. október halda sameiginlega æfingu liðanna á Gufuskálum. Þar munu þau nýta aðstöðu björgunarmiðstöðvarinnar sem hentar afar vel til æfingar sem þessarar. Fulltrúar Brunamálastofnunar verða viðstaddir æfinguna og leggja til búnað.  

Kona gengur til liðs við Slökkvilið Grundarfjarðar

                                                            Guðrún Ósk Hrólfsdóttir hefur gengið í slökkvilið Grundarfjarðar. Þetta er í fyrsta skipti sem kona er skráð í slökkviliðið og því mikil tímamót. Á æfingu liðsins í síðustu viku mættu tveir nýliðar, þau Guðrún Ósk og Árni Þórarinsson. Á myndinni hér að ofan eru nýliðarnir komnir í fullan skrúða og tilbúnir að hefjast handa.

Foreldravika í Tónlistarskóla Grundarfjarðar

Dagana 6. – 8. október sl. buðu tónlistarkennarar Tónlistarskóla Grundarfjarðar foreldrum/forráðamönnum nemenda að heimsækja tónlistarskólann. Foreldrar sóttu þá hljóðfæratíma með börnum sínum og gafst kostur á að fylgjast með hvernig kennslan færi fram auk þess sem kennarar ræddu um æfingatíma, framfarir og fleira sem viðkemur tónlistarnámi barnanna.

Ertu með lögheimili á réttum stað?

Lögheimili manns er sá staður þar sem hann hefur fasta búsetu, sbr. lög um lögheimili nr. 21/1990. Samkvæmt lögum nr. 73/1952 um aðsetursskipti, ber íbúum að tilkynna um flutning til íbúaskrár innan viku frá flutningi, bæði flutning innanbæjar og milli sveitarfélaga. Tilkynna ber flutninga á bæjarskrifstofu Grundarfjarðar, þar er opið frá kl. 09:30-15:30 alla virka daga. Tilkynningarnar eru síðan sendar til Hagstofu Íslands. Eyðublöð er hægt að nálgast rafrænt hér.  

Unnið með haustið á Sólvöllum

Í september var unnið með haustið í vinnustundum í Leikskólanum Sólvöllum. Byrjað var á því að fara í vettvangsferðir og umhverfið skoðað í haustlitunum. Safnað var saman  efnivið úr náttúrunni til að vinna með. Skipt var í hópa eftir aldri og var unnið verkefni um haustið eftir áhugasviði hvers hóps. 

Green Globe 21

Vakin er athygli á nýrri undirsíðu á Grundarfjarðarvefnum vegna Green Globe 21. Neðarlega til hægri er smellt á merki Green Globe 21 til að komast á síðuna. Á henni verða almennar upplýsingar og fréttir af Green Globe.  

Stefna í sjálfbærri þróun umhverfis- og samfélagsmála Snæfellsness til ársins 2015

  Green Globe 21 er alþjóðleg umhverfisvottunaráætlun sem vottar sjálfbæra ferðaþjónustu og samfélög.   Vefsíða Green Globe 21   Þátttakendur eru sveitarfélögin: Eyja- og Miklaholtshreppur Grundarfjarðarbær Helgafellssveit Snæfellsbær Stykkishólmsbær ásamt Þjóðgarðinum Snæfellsjökli     Skoða skýrsluna í heild  

Bæjarstjórnarfundur

49. fundur bæjarstjórnar verður haldinn í samkomuhúsinu á morgun, 14. október, kl.17.00. Á dagskrá eru m.a. fundargerðir nefnda og ráða,endurskoðuð fjárhagsáætlun 2004, kjör fulltrúa á aðalfund SSV, landsþing o.fl., kynning á ferð sveitarstjórnarmanna til Noregs, kynning á fyrirhugaðri menningarhátíð, ýmis gögn um Green Globe 21 og önnur gögn til kynningar. Fundurinn er öllum opinn. Bæjarstjóri