Dagur umhverfisins 25. apríl - hreinsunarátak

Dagur umhverfisins er haldinn 25. apríl ár hvert en þann dag fæddist Sveinn Pálsson, fyrsti íslenski náttúrufræðingurinn, árið 1762. Dagur umhverfisins er að þessu sinni tileinkaður endurnýtingu og er fólk hvatt til að flokka, skila og endurnýta.  

Svar við spurningu vikunnar

Grundarfjörður var með kaupstaðarréttindi í 50 ár frá 1786 til 1836. Þessa vikuna tóku 67 þátt og voru 19 eða 28% með rétt svar.  

Almennar sveitastjórnarkosningar

Almennar sveitastjórnarkosningar fara fram laugardaginn 27. maí 2006. Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar er hafin í umdæmi Sýslumanns Snæfellinga, fer hún fram á eftirtöldum stöðum:  

Framkvæmdaáætlun skv. Green Globe

Sveitarfélögin á Snæfellsnesi hafa sett sér sameiginlega umhverfisstefnu og verið í vottunarferli Green Globe 21. Þar er áhersla lögð á sjálfbæra þróun. Sveitarfélögin settu sér sjálf markmið og er þau að finna í sérstakri framkvæmdaáætlun sem lesa má með því að smella hér.  

Opinn kynningarfundur um fjárhagsáætlun 2006

Þann 28. febrúar sl. hélt bæjarstjórn opinn kynningarfund um fjárhagsáætlun 2006. Hægt er að skoða kynninguna með því að smella hér. 

Tilboð opnuð í Sæból 33-35

Í dag kl. 12:00 voru opnuð tilboð í „blokkina“, Sæból 33-35. Sex tilboð bárust. Tilboðin voru eftirfarandi:   Þórður Magnússon, 42.000.000 Lárus Skúli Guðmundsson, 43.406.000 Magnús Óskarsson, Ólafur Björn Ólafsson, Barbara Paciejewska og Jolanta Glaz, 44.450.000 Guðmundur Runólfsson hf., 48.000.000 Landsmenn byggingaverktakar ehf., 49.115.000 Óli Jón Gunnarsson, f.h. óstofnaðs hlutafélags, 53.000.000  

Rétt svar við spurningu vikunnar

Eftir er sporður þó af sé höfuð! Alls tóku 125 þátt í páskaspurningunni. 39% svöruðu rétt en 55% völdu „uggi“.

Nýr verkstjóri tekinn til starfa í áhaldahúsi

Jónas Pétur Bjarnason sem verið hefur verkstjóri í áhaldahúsi Grundarfjarðar sl. ár lét af störfum hjá Grundarfjarðarbæ þann 12. apríl sl.  Í hans stað hefur verið ráðinn Valgeir Þór Magnússon, en sjö umsækjendur voru um starfið.   Valgeir Magnússon, verkstjóri áhaldahúss   Valgeir er búsettur hér í Grundarfirði og hefur undanfarin ár starfað sem aðstoðarverkstjóri hjá Fisk-Seafood.   Valgeir hóf störf hjá Grundarfjarðarbæ í morgun og er hann boðinn velkominn til starfa. Jónasi eru þökkuð vel unnin störf.  

„Auður Austurlands“ í Norska húsinu í Stykkishólmi

Sumardaginn fyrsta, þann 20. apríl  kl. 14.00 mun sýningin „Auður Austurlands“ opna í Norska húsinu í Stykkishólmi.   Á sýningunni eru fjölbreyttir munir unnir úr hráefni sem tengist Austurlandi þ.e. hreindýraskinni, hreindýrshorni og beini, lerki og líparíti.

Sundlaugin opin í dag Skírdag

Sundlaugin verður opin í dag frá klukkan 12 og eitthvað fram eftir degi, allt eftir aðsókn. Nú er um að gera að nýta góða veðrið og skella sér í sund.