Gleðilega páska!

Grundarfjarðarvefurinn óskar öllum lesendum gleðilegrar páskahátíðar. Á morgun, skírdag, heldur blakdeild UMFG sitt árlega páskamót í íþróttahúsinu. Mótið hefst kl. 11 og er styrkt af Ragnari og Ásgeiri ehf. Laugardaginn 15. apríl verður hið árlega páskamót Hesteigendafélags Grundarfjarðar. Mótið hefst kl. 13 og að því loknu verður kaffisala í Fákaseli. Mótið er í boði Landsbanka Íslands.

„Ég og leikskólinn minn“

Í Leikskólanum Sólvöllum vinna starfsmmenn þessa dagana að þróunarverkefninu „Ég og leikskólinn minn“. Útbúnar eru ferlimöppur til að skapa markvisst upplýsingaflæði milli skóla og heimilis. Þetta verkefni hefur verið í gangi hjá árgangi 2002 og lýkur þegar sá árgangur hættir í leikskólanum 2008 og hefur þá vonandi fests í sessi.

Gámastöðin opin á laugardag

Gámastöðin verður opin laugardaginn 15. apríl frá kl. 10:00-12:00.   Verkstjóri 

Frjálsar íþróttir

Góð mæting hefur verið í vetur í frjálsar íþróttir og krakkarnir staðið sig vel á æfingum.  Þegar krakkarnir hafa verið að taka fyrir tilteknar greinar þá hefur verið endað á því að mæla árangur og hafa þær tölur verið hengdar upp á töflu frammi.  Gaman hefur verið að fylgjast með frá því í haust til dagsins í dag hvað krakkarnir eru að bæta sig, og í lok vetrar mun listin verða settur á netið.   Krakkar á frjálsíþróttaæfingu  

Landaður afli í mars

Landaður afli í mars 2006 í Grundarfjarðarhöfn var 1.967 tonn samanborið við 2.634 tonn í mars árið 2005 og 1.946 tonn árið 2004. Í meðfylgjandi töflu má sjá aflann eftir tegundum öll árin:   Tegundir 2006 2005 2004 Þorskur 428.473    702.509 785.623  kg Ýsa 404.699    268.860 174.174  kg Karfi 440.373    663.996 395.146  kg Steinbítur 29.355    294.223 121.381  kg Ufsi 65.515    68.350 69.978  kg Beitukóngur 0 0 0  kg Rækja 0 0 0  kg Langa  10.716    2.881 1.740  kg Keila 9    1.051 654  kg Gámafiskur 539.543    562.423 309.448  kg Aðrar tegundir  48.233    69.878 87.952  kg Samtals 1.966.916    2.634.171    1.946.096     kg 

Rétt svar við spurningu vikunnar

Á Jónsmessunótt glóir grjótið í kringum tjörnina á Klakki allt af gimsteinum og af þeim getur þá hver sem vill fengið slíkt er hann getur borið. Alls tóku 140 þátt þessa vikuna og svöruðu 120 eða 86% rétt.

Frumkvöðull Vesturlands 2005 – skilafrestur nálgast

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi auglýstu fyrir nokkru eftir tilnefningum um einstaklinga sem eru þess verðir að hljóta sæmdarheitið frumkvöðull ársins 2005 á Vesturlandi.   Leitað er að einstaklingi sem hefur skarað fram úr í þróun nýrrar þjónustu, vöru eða viðburða í landshlutanum, í einstökum sveitarfélögum eða á stærra svæði s.s. á Vesturlandi.

Fasteign til sölu

Grundarfjarðarbær auglýsir til sölu fasteignina að Sæbóli 33-35, „blokkina“.   Bæjarstjórn óskar eftir tilboðum í húsið sem eina heild, þ.e. ekki er hægt að gera tilboð í eina eða fleiri íbúðir sérstaklega.

Dansklúbbur

Í janúar fór af stað dansklúbbur fyrir stelpur í 1.-4.bekk. Klúbburinn hittist 1x í viku í klukkutíma í senn. Alls skráðu sig 28 hressar stelpur í klúbbinn og tóku þátt í skemmtilegu starfi. Umsjónarmenn klúbbsins voru Kristbjörg og Sigurbjörg í 6.bekk og buðu þær upp á skemmtilega leiki, kenndu og sýndu dansa og ýmislegt fleira.

Frá UMFG

Ekkert páskafrí verður hjá UMFG. Æfingar verða í næstu viku mánudag, þriðjudag og miðvikudag. Ekki verða æfingar á skírdag, föstudaginn langa og á annan í páskum.