Breytingar á reglum um niðurgreiðslu hjá dagforeldrum

Á fundi bæjarráðs 24. ágúst voru samþykktar breytingar á reglum um niðurgreiðslu á dagvistargjöldum foreldra með börn í dagvistun hjá dagforeldrum.   Miðað við 8 tíma vistun er niðurgreiðsla 21.600 kr. fyrir hjón og sambúðarfólk, fyrir einstæða foreldra og námsmenn er niðurgreiðsla 28.000 kr. og viðbótargreiðsla vegna systkina er 6.400 kr.   Reglurnar í heild.

Vatnstruflanir í Fagurhólstúni

Vatnstruflanir verða í Fagurhólstúni eftir hádegi í dag og fram eftir degi vegna viðgerða.

Skemmtiferðaskipið Artemis í Grundarfirði

Skemmtiferðaskipið Artemis kom til Grundarfjarðar í morgun. Á skipinu eru rúmlega 1100 breskir farþegar og rúmlega 600 manna áhöfn. Skipið er það stærsta sem komið hefur til Grundarfjarðar, 45 þúsund brúttótonn og 230 m langt. Það ristir 8 m og getur því ekki lagst upp að bryggju.  Brottför Artemis er kl. 17:00 í dag. Artemis liggur fyrir ankerum úti á firði  

Framkvæmdir og undirbúningur fyrir malbikun í bæjarfélaginu !!

Framkvæmdir og undirbúningur fyrir malbikun stendur nú yfir af fullum krafti og segja má að bæjarfélagið sé meira eða minna undirlagt vegna þessa. Undirbúningurinn hefur að mestu leyti gengið vel fyrir sig, en svæðið í kringum grunnskólann hefur tafist nokkuð og reyndist ekki unnt að ljúka þeim framkvæmdum fyrir setningu grunnskólans sl. mánudag eins og stefnt hafði verið að.  Þessar tafir eru m.a. tilkomnar vegna klapparvinnu sem reyndist erfiðari viðureignar en gert hafði verið ráð fyrir.

Endurmati fasteignamats í þéttbýli lokið

Fasteignamat ríkisins hefur lokið endurmati fasteignamats að beiðni sveitarstjórnar Grundarfjarðarbæjar. Það tekur til allra eigna í þéttbýli í sveitarfélaginu, það er í Grundarfirði. Brunabótamat breytist ekki við endurmatið.   Hið nýja fasteignamat tekur gildi 1. nóvember 2006. Matið miðar við verðlag í nóvember 2005. Frestur til athugasemda er til 1. október 2006. Þann 31. desember næst komandi fer síðan fram árlegur framreikningur fasteignamats og er matið þá fært til verðlags í nóvember 2006.   Samkvæmt skrám FMR þann 14. ágúst 2006 eru 346 skráðar lóðir í Grundarfirði, þar af eru 303 byggðar. Fjöldi sérmetinna íbúða er 290. Sjá nánar á vefs FMR með því að smella hér.  

Breyttur opnunartími í sundlauginni

Nú þegar skólinn er byrjaður breytist opnunartími í sundlauginni þannig að opið er virka daga kl. 16-21 og kl. 12-17 um helgar.  

Glæsilegur árangur !

Lið 4.fl karla og kvenna komust í úrslit íslandsmótsins í knattspyrnu. 4. fl ka spilar á Hrafnagilsvelli en UMFG sér um úrslitakeppnina í 4.fl kv. Bæði mótin eru 26. og 27. ágúst. UMFG hvetur alla til þess að mæta á völlinn um helgina og hvetja okkar lið til íslandsmeistaratitils. Úrslit leikja sumarsins ásamt leikjum helgarinnar er hægt að sjá á www.ksi.is

Styrkir úr Æskulýðssjóði 2006

Vakin er athygli á meðfylgjandi auglýsingu sem birtist á vef menntamálaráðuneytisins þann 18. ágúst sl.   Menntamálaráðuneyti auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Æskulýðssjóði samkvæmt reglum nr. 113 frá 22. janúar 2004. Meginhlutverk sjóðsins er að styrkja eftirtalin verkefni:   Sérstök verkefni á vegum æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka sem unnin eru fyrir börn og ungmenni og/eða með virkri þátttöku þeirra. Ekki eru veittir styrkir til árvissra eða fastra atburða í félagsstarfi, svo sem þinga, móta eða þess háttar atburða né til ferðahópa.Þjálfun æskulýðsleiðtoga og leiðbeinenda til virkrar þátttöku í æskulýðsstarfi, m.a. með námskeiðum og þátttöku í þeim.Nýjungar og tilraunir í félagsstarfi barna og ungmenna.Samstarfsverkefni æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka á sviði félagsstarfa.    

Skólasetning Grunnskóla Grundarfjarðar

Skólasetning verður í íþróttahúsinu kl. 17.30 í dag, mánudaginn 21. ágúst. Nemendur eiga að mæta í salinn á svæði sem merkt er þeirra bekk. Eftir skólasetningu fylgja þeir kennara í heimastofur og fá afhenta stundaskrá og bókalista. Þeir foreldrar sem eiga eftir að skrá börn í skólann eru vinsamlegast beðnir um að tilkynna þau sem allra fyrst hjá ritara eða skólastjóra í síma 430-8550 eða 430-8555. Skráning í heilsdagsskólann er hafin  hjá skólastjóra í síma 430-8555.  Heilsdagsskólinn hefst þriðjudaginn 22. ágúst. Skólastjóri  

Tvöhundruð og tuttugu ár liðin frá því Grundarfjörður fékk kaupstaðaréttindi.

Þann 18. ágúst 1786, fyrir 220 árum síðan, gaf Danakonungur út tilskipun um að sex verslunarstöðum væri veitt kaupstaðaréttindi. Kaupstaðirnir voru Grundarfjörður, Reykjavík, Ísafjörður, Akureyri, Eskifjörður og Vestmannaeyjar. Kaupstaðirnir sex áttu að verða miðstöðvar verslunar, útgerðarog iðnaðar hver í sínum landshluta. Auk þess áttu þeir að vera aðsetur ýmissa opinberra embættismann og stofnana.