Vakin er athygli á meðfylgjandi auglýsingu sem birtist á vef menntamálaráðuneytisins þann 18. ágúst sl.
Menntamálaráðuneyti auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Æskulýðssjóði samkvæmt reglum nr. 113 frá 22. janúar 2004. Meginhlutverk sjóðsins er að styrkja eftirtalin verkefni:
Sérstök verkefni á vegum æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka sem unnin eru fyrir börn og ungmenni og/eða með virkri þátttöku þeirra. Ekki eru veittir styrkir til árvissra eða fastra atburða í félagsstarfi, svo sem þinga, móta eða þess háttar atburða né til ferðahópa.Þjálfun æskulýðsleiðtoga og leiðbeinenda til virkrar þátttöku í æskulýðsstarfi, m.a. með námskeiðum og þátttöku í þeim.Nýjungar og tilraunir í félagsstarfi barna og ungmenna.Samstarfsverkefni æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka á sviði félagsstarfa.