Sorphirðudagar í desember 2007 og janúar 2008

Sorphirðudagar eru eftirfarandi um jól og áramót og í janúar 2008:   Hreinsað verður fimmtudagana 20. og 27. desember 2007. Hreinsað verður fimmtudaginn 3. janúar, mánudaginn 14. janúar og fimmtudaginn 24. janúar 2008.   Sorphirðudagatal fyrir árið 2008 í heild verður sett inn á heimasíðuna þegar verktakinn hefur lokið við að skipuleggja þá.

Bæjarstjórn Grundarfjarðar skorar á ríkisstjórnina

 Á bæjarstjórnarfundi í gær, 18. desember var samþykkt eftirfarandi ályktun sem kallar eftir tafarlausum aðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna skerðingar þorskveiðikvótans:   “Bæjarstjórn Grundarfjarðar kallar eftir tafarlausum aðgerðum ríkisstjórnarinnar til að bæta fjárhagsstöðu Grundarfjarðarbæjar sem sér fram á tekjumissi vegna ákvörðunar um að skerða þorskveiðar um þriðjung. Í mörg ár hafa fulltrúar sveitarfélaga rætt um að þau þyrftu meira fé til að framfylgja skyldum og verkefnum sínum í nútíma samfélagi.  Allra síðustu ár hefur komið enn skýrar í ljós mikill aðstöðumunur sveitarfélaga á landsbyggðinni samanborið við sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu. Sérstök framlög úr Jöfnunarsjóði duga skammt til að leiðrétta þetta ójafnvægi. Ríkið stendur ekki við sínar skuldbindingar t.d. um að greiða 60% í uppbyggingu framhaldsskóla og umframkostnaður lendir á sveitarfélögum.  

Bæjarstjórnarfundur

87. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðarbæjar verður haldinn í samkomuhúsinu þriðjudaginn 18. desember 2007, kl. 16.15 og er öllum opinn.  Sjá dagskrá og fundarboð með því að smella hér.   

Sækja þarf á ný um húsaleigubætur

 Þeir sem fengið hafa húsaleigubætur á árinu 2007 þurfa að sækja um á ný í janúar 2008 ef þeir hyggjast fá húsaleigubætur áfram á næsta ári.  Umsóknareyðublöð er hægt að nálgast á heimasíðu Grundarfjarðarbæjar og á skrifstofu bæjarins á opnunartíma sem er kl. 09.30 - 15.30 mánudaga til fimmtudaga og kl. 09.30 - 14.00 á föstudögum.

Nýr bátur til Grundarfjarðar

Frétt á vef Skessuhorns: Reykofninn í Kópavogi og Fisk hafa nýverið fest kaup á Hjalteyri EA 310 sem er 77,9 tonn að stærð. Eigandi að Hjalteyrinni var samnefnt útgerðafélag á Akureyri. Báturinn var smíðaður á Seyðisfirði árið 1974, þilfar var hækkað árið 1988 og hefur báturinn verið lengdur tvisvar sinnum, fyrst árið 1995 og svo aftur árið 1997. Hjalteyrin mun fá nafnið Hannes Andrésson SH og skipstjóri verður Bergur Garðarsson. Verður farið með bátinn í slipp í Njarðvík næstu daga þar sem hann veriður málaður og smálagfæringar fara fram. Síðan verður báturinn gerður klár á veiðar frá Grundarfirði en þangað mun hann koma  eftir áramót.   Hannes verður gerður út á ígulkerjaveiðar til að byrja með en síðan verður farið að huga að sæbjúgnaveiðum.  

Jólatrjáasala

Jólatrjáasala Lionsklúbbs Grundarfjarðar mun ekki vera opin í dag, en opið verður laugardag og sunnudag. Upplýsingar í síma 8254481  

Íþróttahúsið lokað í dag föstudag.

Íþróttahúsið verður lokað í dag, föstudaginn 14. desember vegna veðurs. Starfsfólk

"Brautargengis" nemendur í Grundarfirði útskrifaðir

Þann 11. desember sl. voru sjö Brautargengis nemendur útskrifaðir við hátíðlega athöfn á Hótel Framnesi.  Brautargengi er námskeið fyrir konur sem hafa hugmyndir um viðskiptatækifæri og vilja læra aðferðir til þess að gera áætlanir og hvernig á að koma þeim í framkvæmd.  Nemendur á Brautargengis námskeiðum hafa gjarnan gerst frumkvöðlar að nýsköpun atvinnutækifæra að lokinni þátttöku í námskeiðunum.  Námskeiðin eru ætluð konum.  Að þessu sinni útskrifuðust sjö konur sem stunduðu námið í Grundarfirði.  Af þessum hópi eru fimm búsettar í Grundarfirði, ein í Snæfellsbæ og ein í Stykkishólmi.  Allar konurnar hafa lokið gerð viðskiptaáætlunar fyrir þá starfsemi sem hugur þeirra stendur til og sumar eru reyndar þegar byrjaðar á starfsemi í samræmi við áætlanir sínar.

Kyrrðar- og fyrirbænastund fellur niður

Vikuleg kyrrðar- og fyrirbænastund sem átti að vera í kvöld kl. 18:30 í Grundarfjarðarkirkju fellur því miður niður. sóknarprestur 

Jólabingó eldriborgara

Jólabingó eldriborgara verður haldið í samkomuhúsinu sunnudaginn 16. desember kl. 20:00. Öllum félagsmönnum er heimilt að taka með sér gesti, en þeir verða að vera 60 ára eða eldri.