Húsaleigubætur fyrir árið 2007

Athygli er vakin á að samkvæmt lögum um húsaleigubætur nr. 138/1997 skal endurnýja umsókn um húsaleigubætur árlega í upphafi árs og gildir umsóknin til ársloka. Umsækjendur um húsaleigubætur í Grundarfjarðarbæ eru minntir á að skila umsókn fyrir árið 2007 til Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga, Klettsbúð 4, 360 Hellissandur, eða til bæjarskrifstofu Grundarfjarðar, fyrir 19. janúar nk. Húsaleigubætur eru greiddar eftir á fyrir hvern mánuð eins og lög um húsaleigubætur gera ráð fyrir.

Árið 2006; ár breytinga, framkvæmda og framfara hjá Grundarfjarðarbæ

Óhætt er að segja, að nýliðið ár hafi verið viðburðaríkt í Grundarfjarðarbæ.  Hér á eftir verður minnst á nokkur eftirminnileg atriði úr bæjarlífinu á liðnu ári.  Ekki ber að líta á þessi skrif sem tæmandi annál, frekar sem hugleiðingar um áramót.   Skipulagsmál: Framan af ári og reyndar árið allt var annríki hjá starfsfólki og kjörnum fulltrúum í Grundarfjarðarbæ vegna skipulagsmála og mótunar „Fjölskyldustefnunnar“.