Kattaeigendur athugið!

Nú er komið að því að skrá alla ketti í þéttbýli Grundarfjarðar.   Skv. samþykkt  um kattahald í Grundarfjarðarbæ nr. 368/2006 þarf að óska eftir leyfi til kattahalds á þar til gerðum eyðublöðum á bæjarskrifstofu Grundarfjarðar. Þar fær eigandi kattar afhenta númeraða plötu með skráningarnúmeri kattarins, sem alltaf skal vera í ól um háls dýrsins. Leyfisgjald skal greiða árlega til bæjarsjóðs eftir gjaldskrá sem bæjarstjórn setur. Gjaldið er nú kr. 2.500 pr. kött en ekki er heimilt að hafa fleiri en tvo ketti eldri en þriggja mánaða á sama heimili. Skilyrði fyrir kattahaldi í fjöleignahúsum, er að hlutaðeigandi íbúðareigendur samþykki það og skal leggja fram skriflegt samþykki þar um við skráningu kattarins. Leigutaki þarf jafnan að framvísa samþykki leigusala síns.  

Svar við spurningu vikunnar.

Við spurðum að því í síðustu viku hvort fólk væri að nýta sér gámaþjónustuna er varðaði flokkun heimasorps. Það kom í ljós að 42,7% af þeim sem svöruðu eru að nýta sér þessa þjónustu.

Ímynd Vesturlands

 Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi og atvinnuráðgjöf Vesturlands kynna niðurstöður skýrslunnar  - Ímynd Vesturlands -  kynningin verður í dag miðvikudaginn 21. febrúar á Krákunni kl 18:00 Fundurinn er öllum opin Á fundin mæta einnig fulltrúar frá Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Bifröst.   Hér má sjá skýrsluna  “Ímynd vesturlands,, Athugun á viðhorfum íbúa höfuðborgarsvæðisins og íbúa vestfjarða og Norðurlands vestra  

Kynningarátak um söfnun ónýtra rafhlaðna - aðeins 21% rafhlaðna skilað til úrvinnslu

    Úrvinnslusjóður hrinti í gær af stað kynningarátaki vegna söfnunar á ónýtum rafhlöðum til úrvinnslu. Markmið átaksins er að fá fleiri til að safna og skila notuðum rafhlöðum, auka vitund almennings um mikilvægi þess að rafhlöðum sé skilað og vekja athygli á að einfalt sé að losna við þær. Þátttakendur í kynningarátakinu ásamt Úrvinnslusjóði eru Olís, Efnamóttakan, Gámaþjónustan og Hringrás.  

Innsetningarmessa

Sr. Gunnar E. Hauksson, prófastur, mun setja Jón Ásgeir Sigurvinsson í embætti sóknarprests Setbergsprestakalls til afleysinga á meðan á barneignaleyfi sr. Elínborgar Sturludóttur stendur. Messan mun verða í Grundarfjarðarkirkju þann 28. febrúar Kl: 20:30.

Brunamálaskólinn í Grundarfirði

Frá reykköfunaræfingu   Um síðustu helgi urðu margir bæjarbúar varir við slökkviliðið á ferðinni um bæinn. Ástæðan var að Brunamálaskólinn var með námskeið fyrir slökkviliðsmenn og mættu þar bæði slökkviliðsmenn frá Grundarfirði og Snæfellsbæ. Á þessu námskeiði var aðal áherslan lögð á reykköfun og reykræstingu. Menn fengu bæði að spreyta sig í að skríða blindaðir með reykköfunartæki um iðnaðarhúsnæði í leit að fórnarlömbum elds og einnig í reykfylltu íbúðarhúsnæði. Fórnarlömbin voru bæði slökkviliðsmenn og dúkkur. Námskeiðið tókst vel og voru allir ánægðir með helgina. Sjá fleiri myndir í myndabankanum eða með því að smella hér.  

Öskudagsskemmtun

Öskudagsskemmtun verður í Samkomuhúsinu miðvikudaginn 21. febrúar.   1. – 4. bekkur      kl. 13:00 – 14:00 5. – 7. bekkur      kl. 14:00 – 15:00 8 – 10. bekkur     kl. 19:30  BINGÓ, 300 kr. spjaldið   Hvetjum alla til að mæta í búningum   Foreldrafélag Grunnskóla Grundarfjarðar  

UMFG verður með í bikarkeppni KSÍ.

  Dregið hefur verið í fyrstu umferð VISA-bikars karla. Grundarfjörður dróst gegn Höfrungi frá Þingeyri og verður leikurinn þann 11 maí kl 20:00 á Grundarfjarðarvelli.    

Aðalfundur Eyrbyggja

Fundarboð Aðalfundur Eyrbyggja, Hollvinafélags Grundarfjarðar verður haldinn að Hótel Nordica þann 6. mars næst komandi kl. 20:00, í sal G á 2. hæð. Venjuleg aðalfundarstörf Brottfluttir Grundfirðingar eru sérstaklega boðnir velkomnir   Stjórnin    

Aðalfundur Eyrbyggja

Aðalfundur Eyrbyggja, hollvinafélags Grundarfjarðar verður haldinn að Hótel Nordica í sal G á 2. hæð, þann 6. mars næst komandi kl. 20:00.   Venjuleg aðalfundarstörf   Brottfluttir Grundfirðingar sérstaklega boðnir velkomnir