Borun eftir heitu vatni að hefjast

                                Samkvæmt upplýsingum frá Orkuveitu Reykjavíkur er undirbúningur að borun eftir heitu vatni að komast á lokastig.  Unnið  verður að því að flytja borinn vestur í Kolgrafafjörð í þessari viku.  Verið er að undirbúa borstæðið og vonast er til þess að því verkefni ljúki að miklu leyti í vikunni.  Mikil eftirvænting er eftir niðurstöðum úr boruninni.  Upphaflega var gert ráð fyrir að lagning dreifikerfis yrði hafin um þetta leyti, en það hefur beðið eftir niðurstöðum úr væntanlegri borun.  Gangi væntingar Grundfirðinga eftir, mun lagning dreifikerfis hefjast þegar líður fram á árið og ef til vill verður komið heitt vatn í einhver hús í Grundarfirði á árinu ef vel gengur.   Hér má sjá myndir af framkvæmdum

Safnað verður saman heyrúlluplasti frá bændum þann13. febrúar n.k.

Leiðbeiningar um frágang heyrúlluplasts til endurvinnslu.     Samkvæmt mengunarreglugerð er urðun plasts og brennsla heima á bæjum með öllu óheimil. Íslenska gámafélagið mun þess vegna safna saman plasti frá bændum og koma því í endurvinnslu. Fyrsta ferð mun verða farin þriðjudaginn 13. febrúar næst komandi.    

GSM-væðing á Snæfellsnesi

Eins og kunnugt er hefur Fjarskiptastofnun boðið út styrkingu GSM kefisins á landsbyggðinni.  Verkefnið verður fjármagnað með hluta af "símapeningunum" svokölluðu.  Þetta er afar þakkarvert og jafnframt brýnt verkefni vegna þess að GSM símar eru orðnir helsta öryggistækið í fjarskiptum hjá almennum vegfarendum.  Forgangsröðun í verkefninu vekur að hluta til nokkra athygli.  Snæfellingar þekkja það, að frá Eiði í Grundarfirði að Vegamótum er mjög stopult GSM símasamband og reyndar er útsending RÚV á þessu svæði einnig veik.  Á þessum vegarkafla eru oft mjög erfið veður og geta aðstæður verið varasamar þegar verst stendur á.  Samt sem áður var þessi vegarkafli ekki með í fyrsta útboði þessa verkefnis.