Bæjarstjórnin í sumaleyfi, bæjarráðið afgreiðir málin á meðan

Síðasti fundur í bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar fyrir sumarleyfi var haldinn 14. júní sl.  Bæjarstjórnin kemur næst saman til reglulegs fundar í september.  Bæjarráðið heldur fundi eins og þörf verður fyrir á meðan og hefur umboð til endanlegrar afgreiðslu mála á tímabilinu.  Næsti fundur í bæjarráðinu verður á morgun miðvikudaginn 4. júlí kl. 17.00 á bæjarskrifstofunni.  Dagskrá fundarins er birt á heimasíðunni og er hlekkur á hana neðarlega í hægra dálki síðunnar.

Málun gatna og bílastæða

Í dag og næstu daga munu götur og bílastæði í Grundarfjarðarbæ verða máluð.  Íbúar og aðrir vegfarendur eru vinsamlegast beðnir um að sýna málurunum tillitssemi við vinnu þeirra.  Vonast er til þess að ekki verði truflun fyrir umferðina á meðan þetta stendur yfir.