Geisladiskurinn „Á Góðri Stund 2007“

Guðmundur bæjarstjóri tekur við fyrsta eintakinu af geisladisknum    Við kynnum til sögunnar hátíðargeisladisk Grundarfjarðar, sem kemur út 23 júlí. Undirritaðir fórum af stað með hugmynd um að okkar framlag til hátíðarinnar gæti verið eitthvað tengt tónlist og úr varð að gera geisladisk þar sem að flestir þeir sem eru eitthvað að grúska við tónlist hér í Grundarfirði myndu taka þátt.

Bókasafn Grundafjarðar

Hægt er að taka þátt í litasamkeppni útvarpsleikhúss rásar eitt á bókasafni Grundafjarðar.          

Útvarp Grundarfjarðar FM 104,7

Útvarp Grundarfjarðar FM 104,7 fór í loftið í gær. Útvarpið verður starfrækt fram á laugardaginn 28. júlí nk. Í útvarpsráði sitja Eddi Málari (gula hverfið), Gústav Alex Gústavsson (rauða hverfið), Dagbjartur Harðarson Friðfinnur Níelsson (græna hverfið) og Emil Sigurðsson (bláa hverfið).  

Aðeins vika í bæjarhátíðina "Á góðri stund"

 Í dag er rétt vika þangað til bæjarhátíð Grundarfjarðar hefst með miklu fjöri.  Reyndar hefst gleðin með skreytingu hverfanna á fimmtudagskvöldinu 26. júlí.  Hverfin eru í óða önn að undirbúa skreytingarnar og skrúðgöngurnar á laugardagskvöldinu og hvílir mikil leynd yfir því hvaða atriði þau verða með á bryggjuhátíðinni.  Nú er bara að gera allar græjur klárar og setja upp sparisvipinn. Sundlaugin í Grundarfirði

Veraldarvinir í Grundarfirði

  Hópur frá Veraldarvinum er nú staddur í Grundarfirði.  Hópurinn mun sinna ýmsum sjálfboðaliðastörfum eins og t.d. að lagfæra göngustíga og ganga fjörur og hreinsa.  Hópurinn er hingað kominn í samstarfi við Grundarfjarðarbæ sem býður fólkinu gistingu og mat á meðan dvöl þeirra stendur.  Sjálfboðaliðarnir koma frá mörgum löndum og stefna á að kynna sig svolítið á bæjarhátíðinni sem verður eftir eina og hálfa viku. 

Kristín Ýr sýnir á Hótel Framnesi

  19. júlí 2007 Málverkasýning Kristínar Ýr Pálmarsdóttur stendur nú yfir í Hótel Framnesi í Grundarfirði. Kristín Ýr segir í samtali við Skessuhorn að hún sé með 10 málverk til sýnis og séu þau öll máluð með olíu. “Þetta eru landslagsmyndir og myndir tengdar sjónum, enda á ég mínar rætur að rekja til Grundarfjarðar. Tenginginn við sjóinn og vinnsluna er þemað hjá mér en eins og allir vita eru þessar greinar megin undirstaðan í atvinnulífinu hér,” segir Kristín.  Sýningin er sett upp í tengslum við bæjarhátíðina “Á góðri stundu” sem fer fram í Grundarfirði helgina 27. til 29. júlí. Sýningin verður hinsvegar opin til 15 ágúst. Frétt á vef Skessuhorns 19. júlí 2007.    

Sagnavaka í Grundarfirði

  Í Sögumiðstöðinni verður haldin "sagnavaka" fimmtudagskvöldið, 19. júlí n.k.  kl.21:00.  Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá með sögum og söngvum.  Yfirskrift sagnavökunnar er "Á vit ævintýranna".  Ingi Hans og Sigurborg Kristín sem eru kunn fyrir sagnagleði koma fram eins og þeim einum er lagið og með þeim verður sérstakur gestur David Campbell sem kynntur er sem einn þekktasti sagnamaður Skota.

Starfsmaður óskast í sundlaugina

Starfsmaður óskast í sundlaugina frá 20. júlí til 15 ágúst.  Áhugasamir vinsamlegast hafið samband við Ragnheiði á bæjarskrifstofu Grundarfjarðarbæjar í síma 430-8500.

Lífið er ljúft í Grundarfirði

    Ferðamenn virða fyrir sér fjallafegurð Grundarfjarðar í blíðunni. Einnig kryddar Jagúarbifreið Inga Hans í Sögumiðstöðinni  útsýnið hjá þeim.     

Tiltekt og umhverfisbætur í blíðviðrinu í Grundarfirði

Óhætt er að segja að blíðuveður hafi leikið við Grundfirðinga síðustu vikur.  Sól og hlýindi upp á hvern dag.  Helst er athugavert að það er orðinn of langdreginn þurrkur sem farinn er að há gróðri og einstaka vatnsbóli í sveitinni.  Íbúar hafa notað veðrið óspart til þess að taka til hjá sér, margir eru að mála og enn aðrir að framkvæma ýmislegt heima fyrir.  Bærinn hefur tekið framförum í útliti og snyrtimennsku svo tekið er eftir.  Vert er að þakka íbúum fyrir það.  Einnig ber að þakka bæjarstarfsfólkinu sem hefur lagt sig fram um að snyrta bæinn sem ekki var vanþörf á eftir mikið umrót vegna framkvæmda í fyrra og á þessu ári.  Þetta lofar góðu fyrir bæjarhátíðina þegar mikill fjöldi gesta kemur í heimsókn.