Nýtt frálags- og geymslusvæði að Hjallatúni 1 í Grundarfjarðarbæ.

Fimmtudaginn 12. júlí verður opnað nýtt frálags- og geymslusvæði að Hjallatúni 1 í Grundarfjarðarbæ.  Svæðið er ætlað fyrir einstaklinga og fyrirtæki til geymslu á hlutum og munum sem e.t.v. eru ekki í daglegri notkun.  Geymsla á svæðinu er gegn gjaldi skv. verðskrá sem sett hefur verið og er birt hér í auglýsingunni.  Þeir sem áhuga hafa á því að koma munum sínum í geymslu á nýja svæðinu þurfa að hafa samband við verkstjóra áhaldahússins um það.   Verðskrá   Gjaldflokkur:                          Verð m/Vsk. fyrir hvern mánuð:   Venjulegir fólksbílar og litlir skutlubílar       kr.   4.600 Jeppar og stærri sendibílar                       kr.   5.500 Gámar 20'                                                  kr.   4.600 Gámar 40'                                                  kr.   5.500 Trailer vagnar, vörubílar og sambærilegt kr.   5.500 Fyrir hvern fermetra af lausum varningi   kr.       125 Afturkræft tryggingargjald fyrir lykil        kr.  10.000 (ekki með Vsk.)   (endurgreiðist ekki ef lykill glatast)

Skýrsla um áhrif kvótaskerðingar á Vesturlandi

Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi lét taka saman skýrslu um áhrif kvótaskerðingarinnar á Vesturlandi.  Fram kemur að áhrifin verða m.a. þau að velta minnkar í Grundarfirði um tæpan milljarð króna.  Líklegt er að áhrifin verði margvísleg á athafnalífið í Grundarfirði og á Snæfellsnesi í heild.  Hér er mögulegt að skoða skýrsluna í heild. 

Umhverfisverðlaun 2007

Bæjarstjórn og umhverfisnefnd Grundarfjarðarbæjar ætla nú að standa fyrir veitingu verðlauna/viðurkenninga fyrir snyrtilega umgengni og umhirðu lóða og mannvirkja í Grundarfjarðarbæ, bæði í þéttbýli og dreifbýli. Veittar verða viðurkenningar/verðlaun fyrir lóðir og mannvirki í eftirfarandi flokkum:   1.     Gata í þéttbýlinu. 2.     Býli í dreifbýlinu. 3.     Frístundalóð og frístundahús. 4.     Fyrirtæki. 5.     Lóð og hús í þéttbýlinu.   Auglýst er eftir tilnefningum og/eða ábendingum frá íbúum og þurfa þær að berast á bæjarskrifstofuna í síðasta lagi 20. júlí 2007.  Senda má tilnefningar á netfangið grundarfjordur@grundarfjordur.is  Viðurkenningarnar/verðlaunin verða kunngerð og veitt á bæjarhátíðinni “Á góðri stund”.   Umhverfisnefnd Grundarfjarðarbæjar

Unglingalandsmót UMFÍ og fl.

   Nú er komið að því að fólk þarf að ákveða sig, hvort það ætlar á Landsmótið á Höfn 3.-6. ágúst  (11-18 ára) Pæjumótið á Siglufirði 10.-12. ágúst (6. og 7. fl kv) og Króksmótið á Sauðárkróki 11.-12. ágúst (6. og 7. fl ka). Þeir sem ætla á Unglingalandsmótið þurfa að skrá sig fyrir 16. júlí ætli þeir að fá HSH jakka. Skráning fer fram á hsh@hsh.is Þeir sem ætla á Pæju og Króksmót þurfa að skrá sig fyrir 22.júlí á netfangið eygloj@simnet.is Og þeir sem ætla að panta sér Snæfellsnes galla fyrir þessi mót þurfa að gera það hið fyrsta og í síðasta lagi föstudaginn 13. júlí til að vera öruggir að fá þá fyrir verslunarmannahelgi.  

Erni bjargað í Kolgrafafirði

9. júlí 2007 Síðastliðinn föstudag tók athugull vegfarandi eftir því að ófleygur örn væri við Kolgrafafjörð á Snæfellsnesi. Skilaboðin bárust til Náttúrustofu Vesturlands sem fór að kanna málið. Í fyrstu var óttast að örninn kynni að hafa flogið á háspennulínu sem þarna liggur um, en svo reyndist ekki vera því hann náði að flögra um án þess þó að ná sér fyllilega á flug. Fuglinn var handsamaður og kom þá í ljós að hann var töluvert grútarblautur, líklega eftir viðureign við fýl. Ein kló var brotin og stélið nokkuð laskað, auk þess sem fuglinn var fremur rýr, sem bendir til að hann hafi verið þarna um nokkurn tíma. Án hjálpar mannsins hefði hann trauðla lifað af. Fuglinn var ómerktur en rígfullorðinn ef marka má útlitseinkenni. 

Auglýsing um umferð í Grundarfirði

Samkvæmt heimild í 85. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 og að fengnum tillögum bæjarstjórnar Grundarfjarðar hefur lögreglustjórinn á Snæfellsnesi birt nýja auglýsingu um umferð í Grundarfirði.    Hér má sjá auglýsinguna í heild.    

Leikur og list

Langar þig til að leika, dansa, syngja eða bara vera með?  Í samstarfi við Grundfjarðarbæ verður námskeið á vegum Lóu Oddsdóttur þrisvar í viku dagana 2. til 27 júlí fyrir börn á aldrinum 6 til 14 ára.  Öll börn á þessum aldri eru velkomin og  strákar sérstaklega.  Námskeiðsgjald er 5.000 kr. fyrir hvert barn.  Atriðin verða sýnd á bæjarhátíðinni "Á góðri stund".   Einnig verður haldin sýning þegar líða fer á námskeiðið.  Börnin verða þjálfuð í söng, dans og leiklist.  Markmiðið er að allir fái að njóta sín og efla sjálfstraustið.   Ef einhver getur ekki verið með allan tímann, þá hafið samband og við finnum lausn á því.  Skráning og upplýsingar um námskeiðið er í síma 898-7564 og 438-6771 og ennþá er hægt að skrá sig. Verum sem flest með.  Lóa Odds og co.

Munið að panta grænu tunnurnar

85 manns hafa svarað því játandi að þeir myndu vilja græna tunnu en ekki hafa jafn margir pantað tunnu heim ennþá.  Nú er um að gera að drífa í að panta tunnu svo tilskilinn fjöldi náist og að þetta verkefni komist í gang.  Áhugasamnir eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við bæjarskrifstofuna og panta tunnu sem allra fyrst. 

Helgina 14. og 15. Júlí nk. verður ERRÓ-sýning í félagsheimilinu Klifi Ólafsvík

Helgina 14. og 15. Júlí nk. verður ERRÓ-sýning í félagsheimilinu Klifi Ólafsvík í tilefni 75 ára afmælis listamannsins öðru nafni Guðmundar Guðmundssonar, en hann er fæddur í Ólafsvík og erum við ólsarar ákaflega stolt af honum og þykir okkur því við hæfi að heiðra hann með þessum hætti. Lista- og menningarnefnd Snæfellsbæjar stendur fyrir þessari sýningu og hefur fengið Þorbjörgu Gunnarsdóttur til að útfæra sýninguna. Í þetta verkefni fengum við styrk frá Menningarráði Vesturlands og Sparisjóði Ólafsvíkur, auk þess sem Snæfellsbær stendur vel á bak við okkur til að gera okkur þetta kleift.  Þetta er tækifæri sem engin ætti að láta fram hjá sér fara, og einstaklega skemmtilegt að skoða verkin eftir þennan litríka og fjölbreytta listamann í hans fæðingarbæ. Sýningin er opin frá kl. 13-17. Verið velkomin. Kveðja Þórdís Björgvinsdóttir Lista- og menningarnefnd Snæfellsbæjar.  

Þjóðlagatónlist frá Austur-Evrópu í Grundarfirði

Dagana 28. júní -11. júlí verður hljómsveitin Narodna Musika á hljómleikaferðalagi um landið. Sveitin er skipuð valinkunnum hljóðfæraleikurum frá Búlgaríu, Svíþjóð og Íslandi. Efnisskráin er samansett af búlgörskum þjóðlögum í eldfjörugum tempóum. Forsprakki verkefnisins er hinn rómaði