Stendur fyrir alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Grundarfirði

2. ágúst 2007 Meðal þeirra aðila sem fengu styrk frá Menningarráði Vesturlands fyrr á þessu ári var ungur Grundfirðingur, Dögg Mósesdóttir. Hún ætlar að setja upp alþjóðlega kvikmyndahátíð í heimabæ sínum fyrstu helgina í febrúar á næsta ári. Um stuttmyndahátíð verður að ræða þar sem einnig verða sýnd tónlistarmyndbönd, en gerð þeirra blómstrar um þessar mundir. Einnig á að vera með eina kvikmynd í fullri lengd. Í fyrstu var ætlunin að hafa hátíðina um sumar en Dögg færir sterk rök fyrir því af hverju hún skipti um skoðun. Hugmyndir Daggar eru metnaðarfullar. Rætt er við Dögg í Skessuhorni sem kom út í gær. Frétt á vef Skessuhorns 2. ágúst 2007.

Frá bæjarstjóra að lokinni hátíðinni "Á góðri stund"

Hátíðin "Á góðri stund" var haldin með miklum glæsibrag um síðustu helgi.  Mikill fjöldi gesta sótti bæinn heim.  Bæði var um brottflutta Grundfirðinga að ræða og gesti frá öðrum byggðarlögum.  Allir þessir gestir eru okkur kærir og setja mikinn og skemmtilegan svip á hátíðina.  Í stuttu máli var yfirbragð hátíðarinnar gott og öllum þátttakendum til sóma.  Félag atvinnulífsins í Grundarfirði (FAG) stendur fyrir hátíðinni með dyggum stuðningi fyrirtækja og bæjarins.  Þannig sameina þessir aðilar krafta sína í skemmtilegu framtaki sem hefur verið að bæta við sig og stækka undanfarin ár.  Íbúafjöldi bæjarins margfaldaðist um helgina og mikið þurfti til svo vel færi um alla.  Margir gistu í heimahúsum hjá ættingjum og vinum en mikill fjöldi fólks kom með viðlegubúnað og gisti tjaldsvæði inni í ... 

Myndir af bæjarhátíðinni

Fjölmargar myndir frá bæjarhátíðinni um síðustu helgi eru nú komnar í myndabankann á vefnum. Ef einhver á góðar myndir frá hátíðinni, Megið þið endilega senda þær á netfangið andres@grundafjordur.is   Fara í myndabankann