Rafmagnsleysi vegna vinnu við spennistöð

Vegna vinnu í spennistöð við Grundargötu 57, verður straumlaust  vestan Eyrarvegar og í vestari hluta Sæbóls frá miðnætti í kvöld til kl. 06:00 í fyrramálið.      

Pólskunámskeið -Dzien dobry!

Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi stendur fyrir námskeiði í pólsku frá 26. - 30. september.  Námskeiðið verður á Hellisandi en nánari staðsetningu og frekari upplýsingar fást hjá Símenntunarmiðstöðinni í Borgarnesi.

Handverksmenn frá Þýskalandi í heimsókn og vekja athygli fyrir sérstæðan klæðnað

  Þrír þjóðverjar komu í heimsókn í Grundarfjörð í vikunni.  Þessir þrír menn vinna sem farandverkamenn og eru að ferðast um heiminn.  Þeir komu við á bæjarskrifstofunni til þess að fá stimpil og kvittun fyrir því að þeir hafi komið til Grundarfjarðar.  Klæðnaðurinn hjá þeim er samkvæmt gamalli hefð í Þýskalandi.     

Nýr starfsmaður hjá Grundarfjarðarbæ

Í dag tók Ágúst Jónsson til starfa sem ráðsmaður hjá Grundarfjarðarbæ.  Staða ráðsmanns er að miklu leyti sama starf og kallað hefur verið umsjón eigna en með nokkurri skipulagsbreytingu þó.  Ráðsmaður verður með fasta viðveru í grunnskólanum meiri hluta dagsins og sinnir öðrum eignum bæjarins utan þess tíma.  Ágúst er boðinn velkominn til starfa og óskað velfarnaðar í störfum sínum.  Ágúst verður með sama símanúmer og verið hefur hjá umsjón eigna 863-6619.

Menningarráð Vesturlands auglýsir fund

Menningarráð Vesturlands auglýsir fund til þess að kynna menningarstyrki, ræða væntanleg hugðarefni ykkar og huga að verðugum verkefnum fyrir næsta ár á Vesturlandi. Elísabet Haraldsdóttir menningarfulltrúi Vesturlands verður með viðtalstíma mánudaginn 17. september kl. 14.00 - 15.00 á bæjarskrifstofu Grundarfjarðarbæjar og vonast hún til að sjá sem flesta.

Í kvöld verður Kveldúlfur endurvakinn!!

    Fyrsta sýning hjá Kveldúlfi verður í Eyrbyggju-Sögumiðstöð í kvöld kl. 20:30.  Myndin sem til umfjöllunar verður í kvöld heitir "The Adventures of Priscilla, Queen of the Desert".   Myndin er áströlsk og er frá árinu 1994.  Aðalleikarar eru Terence Stamp, Hugo Weaving og Guy Pearce.  GEGGJUÐ GRÍNMYND.  Allir velkomnir!!  

Málstofa um atvinnuþróun á vegum Vaxtarsamnings Vesturlands 18. september n.k.

Smart Regions developing a Knowledge Economy at the Periphery   Málstofa um atvinnuþróun Landnámssetrinu í Borgarnesi 18. september kl. 10.00-12.00   Fyrirlesari: Calum Davidson Sérfræðingur í þekkingarhagfræði Atvinnuráðgjöf Hálanda og skosku eyjanna  

Tilkynntar mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar vekja undrun og vonbrigði í Grundarfirði

Bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar hefur sett á blað viðbrögð sín við fréttatilkynningu ríkisstjórnarinnar frá í gær um mótvægisaðgerðir vegna skerðingar á þorskveiðiheimildum.  Hér er hægt að nálgast greinina.

Fréttatilkynning frá ríkisstjórninni um mótvægisaðgerðir

Í gær, miðvikudaginn 12. september, var haldinn blaðamannafundur þar sem fjórir ráðherrar kynntu mótvægisaðgerðir af hálfu ríkisins vegna skerðingar á þorskveiðiheimildum.  Fréttatilkynningin er hér í heild.  Enn er beðið eftir tillögum sem koma eitthvað beint við Grundarfjörð.  Það virðist ekki hafa unnist tími til þess að fara yfir tillögur bæjarstjórnarinnar sem komu inn á mörg hagnýt svið.  Við hljótum að frétta eitthvað meira innan tíðar.  

Auglýsing á tillögu að nýju deiliskipulagi „Framnesi austan við Nesveg” í Grundarfjarðarbæ

Samkvæmt samþykkt bæjarráðs Grundarfjarðarbæjar þ. 4. júlí 2007 er hér með auglýst tillaga að deiliskipulagi Framness austan við Nesveg skv. 25. gr. laga nr. 73 / 1997 m.s.br.  Skipulagssvæðið afmarkast af Nesvegi og nýrri götu „Bryggjuvegi”.  Deiliskipulagstillagan nær til lóðanna nr. 4 - 14 við Nesveg.  Skipulagsreitir í tillögunni eru R6 og R9.  Deiliskipulagstillagan felur m.a. í sér breytingar á stærðum lóða og breytingu á blandaðri notkun lóða á skipulagssvæðinu.  Deiliskipulagstillagan er í samræmi við samþykkta landnotkun í aðalskipulagi þéttbýlis Grundarfjarðarbæjar 2003 - 2015.