Uppeldisnámskieð SOS

Í kvöld, miðvikudaginn 12. september kl. 19.15 byrjar uppeldisnámskeið SOS í sögumiðstöðinni og eru allir sem eiga eða vinna með börnum sem ekki hafa nú þegar sótt námskeiðið hvattir til að mæta. 

Fyrsti fundur bæjarstjórnar eftir sumarhlé verður þriðjudaginn 11. september n.k.

83. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðarbæjar verður haldinn í samkomuhúsinu þriðjudaginn 11. september 2007, kl. 16.15 og er öllum opinn.  Sjá dagskrá og fundarboð með því að smella hér.   

Brautargengi á Patreksfirði, Grundarfirði og Akureyri

Námskeið fyrir konur um stofnun og rekstur fyrirtækja   Impra nýsköpunarmiðstöð gengst nú í níunda sinn fyrir svokölluðum Brautargengisnámskeiðum á landsbyggðinni. Haustið 2007 er áætlað að halda námskeiðið á þremur stöðum á landinu, þ.e. á Patreksfirði, Grundarfirði og Akureyri. Námskeiðin eru skipulögð í samvinnu við sveitarfélög og Atvinnuþróunarfélög á hverjum stað. Alls hafa á sjötta hundrað konur víðs vegar um land lokið Brautargengisnámskeiði frá upphafi.

Rafmagnslaust verður vegna vinnu í spennistöð

Rafmagnslaust verður í Sæbóli ,Eyravegi og Sólvöllum frá miðnætti og fram eftir nótt vegna vinnu í spennistöð.  Tilkynning frá RARIK.

Smölun fjár og réttir innan marka Grundarfjarðarbæjar 2007

Þann 4. september sl. kom fjallskilanefnd saman á fund.  Á fundinum voru lögð fram og samþykkt drög að fjallskilum fyrir árið 2007.  Smölunar- og réttadagar voru ákveðnir og eru eftirfarandi:   Fyrri smölunardagur verður laugardaginn 15. september 2007 og réttað verður sama dag.   Seinni smölunardagur verður laugardaginn 29.  september 2007 og réttað verður sama dag.  Réttað verður að Hömrum og Mýrum.  

Ný heimasíða hjá Green Globe

Opnuð hefur verið ný heimasíða með grunnupplýsingum um Green Globe verkefnið á Snæfellsnesi. Slóðin inn á heimasíðuna er www.nesvottun.is. Einnig er hægt að smella á Green Globe merkið sem er hér Hægramegin á síðunni.  

Menningarráð Vesturlands auglýsir fund

Mánudaginn 17. september n.k. kl. 14-15 verður Elísabet Haraldsdóttir, menningarfulltrúi Vesturlands á bæjarskrifstofunni til að kynna mögulegar styrkveitingar Menningarráðs og huga að verðugum verkefnum næsta árs eins og segir í tilkynningu.   Elísabet býður öllum sem áhuga hafa að koma á skrifstofu Grundarfjarðarbæjar á fyrrgreindum tíma og ræða málin.

Jafnréttisviðurkenning 2007

Jafnréttisráð lýsir eftir tilnefningum til jafnréttisviðurkenningar fyrir árið 2007. Viðurkenningu geta hlotið einstaklingar, hópar, fyrirtæki eða félagasamtök, sem á einn eða annan hátt hafa skarað fram úr eða markað spor á sviði jafnréttismála. Tilgangurinn er að verðlauna fyrir vel unnin störf í þágu jafnréttis kvenna og karla og hvetja um leið til frekari dáða.   Tilnefningum skal skilað eigi síðar en 24. september n.k. til Jafnréttisráðs, Borgum, 600 Akureyri, í síma 460 6200, bréfsíma 460 6201 eða í tölvupósti  jafnretti@jafnretti.is

Laus staða ráðsmanns

Grundarfjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um starf ráðsmanns.  Starfið er við umhirðu, varðveislu, minniháttar viðhald og aðstoð við mat á ástandi eigna og búnaðar fyrir gerð fjárhagsáætlana.  Daglegur starfstími skiptist á milli fastrar viðveru og verkefna undir stjórn skólastjóra í grunnskóla og í íþróttamannvirkjum Grundarfjarðarbæjar og svo við verkefni tengd öðrum fasteignum og búnaði undir stjórn skipulags- og byggingafulltrúa.  Áherslur í starfinu eru mismunandi á milli tímabila og geta hlutföll í skiptingu vinnutíma verið breytilegar innan og utan við starfstíma grunnskólans.  Samstarf og samráð eru við starfsmenn í áhaldahúsi Grundarfjarðarbæjar og forstöðumenn allra stofnana bæjarins.  Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt en einnig undir verkstjórn næstu yfirmanna.  Æskilegt er að viðkomandi hafi iðnmenntun, en er ekki skilyrði.