Sjávarrannsóknasetrið Vör er Frumkvöðull ársins

Vör - Sjávarrannsóknarsetur við Breiðafjörð var útnefnt Frumkvöðull ársins á Vesturlandi fyrir árið 2007 við athöfn í Landnámssetrinu í Borgarnesi í dag. Þetta er í þriðja skipti sem útnefningin fer fram en valið var úr tilnefningum sem bárust. Það eru Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi sem standa að henni. Sjávarrannsóknasetrið var stofnað þann 12. maí árið 2006 og er til húsa í Ólafsvík. Vör er sjálfseignarstofnun og standa 22 aðilar að baki stofnuninni. Eitt meginmarkmið hennar er að rannsaka lífríki Breiðafjarðar með það að leiðarljósi að auka þekkingu á vistkerfinu og nýtingamöguleikum auðlinda svæðisins. Það var Erla Björk Örnólfsdóttir sem tók við viðurkenningunni fyrir hönd Varar. Frétt á vef Skessuhorns

Bæjarstjórnarfundur

Fundur verður í bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar í samkomuhúsinu, fimmtudaginn 8. maí 2008, kl. 16.15. Hér má sjá fundarboð og dagskrá fundarins. 

Frítt í tvo mánuði.

Íslenska gámafélagið ætlar bjóða þeim sem panta sér grænu tunnuna núna, fyrstu tvo mánuðina fría. Upplýsingar og pantanir í síma:840 5728 

Opnunartími sundlaugarinnar

Sundlaugin er nú opin frá 7-8 á morgnana og frá 16 - 21 í eftirmiðdag. Frá og með 2. júní verður sundlaugin opin frá 7-21.  

Sundæfingar í sumar hjá UMFG.

Til að byrja með verða æfingar einu sinni í viku en um leið og sumardagskráin hefst verða æfingar 2 í viku.  Sundæfingar koma inn á þriðjudögum í staðinn fyrir krakkablakið sem er farið í sumarfrí.  5-6-7 bekkur verður kl 14:30 og 1 – 4 bekkur kl 15:20 á þriðjudögum,  en eldri hópurinn kemur beint úr skólanum í laugina og fer svo í frjálsar en yngri hópurinn kemur beint úr frjálsum á sundæfingu og allir búnir kl 16:00.  8-9-10 bekkur er kl 15:20 á föstudögum.