Skólaslit í tónlistarskólanum

Tónlistarskólinn í Grundarfirði hélt lokatónleika vetursins í Fjölbrautarskólanum sl. sunnudag. Metmæting var á tónleikana eða um 170 gestir. Lúðrasveit Tónleikaskólans spilaði í fyrsta sinn eftir endurvakningu síðastliðið haust. Myndir frá tónleikunum má nálgast hér.

Sigríður aðstoðar Sturlu

Sturla Böðvarsson, fyrsti þingmaður Norðvesturkjördæmis og forseti Alþingis hefur ráðið Sigríði Finsen hagfræðing sem aðstoðarmann sinn. Starfsstöð hennar verður í Grundarfirði. Ráðning aðstoðarmanna þingmanna er samkvæmt reglum um aðstoðarmenn formanna stjórnmálaflokka og alþingismanna úr dreifbýliskjördæmum landsins.   Frétt á heimasíðu Skessuhorns 21/5 2008.  

Sagnakvöld í Sögumiðstöðinni

                                Föstudagskvöldið 16. maí sl. var haldið "Sagnakvöld" í Sögumiðstöðinni.  Nokkrir valinkunnir sagnamenn komu þar fram og sögðu margvíslegar sögur.  Vonandi verður framhald á þessari starfsemi sem e.t.v. getur orðið liður í því að hefja starf í "Sagnamiðstöð Íslands".  Meðfylgjandi mynd af sagnafólkinu tók Sverrir Karlsson, ljósmyndari, og er hún birt með góðfúslegu leyfi hans. 

Landaður afli í apríl 2008

 Hér má sjá landaðan afla í apríl 2008 og árin á undan til samanburðar.

Ertu e.t.v. að velta fyrir þér að gerast dagforeldri ??

Eins og kunnugt er hefur ekki verið starfandi dagforeldri í Grundarfirði frá því í fyrra.  Bæjarstjórnin hefur leitast við að gera starf dagforeldra meira eftirsóknarvert með niðurgreiðslum á dagvistargjöldum og með því að tryggja dagforeldrum greiðslur fyrir pláss sem ekki tekst tímabundið að fylla í.  Ef til vill hafa reglur bæjarstjórnarinnar um þessi mál ekki komist vel til skila og því er vakin athygli á þeim nú.  Ef einhver skyldi vera að velta fyrir sér þessum atvinnumöguleika, má t.d. benta á að  fyrr í þessum mánuði samþykkti bæjarstjórnin að hækka niðurgreiðslufjárhæðir vegna dagvistunar barna hjá dagforeldrum um 12,5%.  Upplýsingar um niðurgreiðslurnar og tryggingargreiðslur til dagforeldra er unnt að lesa á heimasíðunni undir kaflanum "Stjórnsýsla" og "Reglur og samþykktir".  Rétt er að benda á, að uppfylla þarf ákvæði reglugerðar um dagvistun barna í heimahúsum.

Háforgjafamót golfklúbbsins

Háforgjafarmót,18 og hærra í forgjöf innanfélagsmót. Spilaðar eru 9 holur. 22. maí n.k. Golfklúbburinn Vestarr (GVG) Fyrirkomulag Punktakeppni Völlur Golfklúbbur Vestarr Skráning 11.05.-22.05.2008 Allir flokkar:500 kr.   Mótstjóri Garðar Svansson s:6621709

Tónlistarskóli Grundarfjarðar tilkynnir.

  Skólaslit og vortónleikar tónlistarskólans verða í sal fjölbrautaskólans sunnudaginn 18.maí kl.16.00. Allir velkomnir.  

Ársreikningar Grundarfjarðarbæjar

Vinnu við ársreikninga Grundarfjarðarbæjar er lokið.  Þeir voru samþykktir af bæjarstjórn á bæjarstjórnarfundi, fimmtudaginn 8. maí 2008. Hér má sjá ársreikningana í heild sinni.

Gjaldskrá gatnagerðargjalda

Á bæjarstjórnarfundi Grundarfjarðar, fimmtudaginn 8. maí 2008 var samþykkt ný gjaldskrá gatnagerðargjalda. Hér má sjá gjaldskrána

Nýjar reglur um niðurgreiðslur vegna dagvistunar barna.

Á bæjarstjórnarfundi, fimmtudaginn 8. maí 2008, voru samþykktar nýjar reglur um niðurgreiðslur á dagvistunargjöldum foreldra með börn í dagvistun hjá dagforeldrum. Hér má sjá nýju reglurnar.