Útboð hjá Grundarfjarðarhöfn

Hafnarstjórn Grundarfjarðar óskar eftir tilboðum í öldudempandi fláa og landstöpul.  Auglýsinguna er að finna hér.  

Fótboltaæfingar hefjast í dag miðvikudag.

Fótboltaæfingar hefjast í dag miðvikudag skv tímatöflu niðri á íþróttavelli.   kv Þjálfarar.

Tímatafla UMFG sumarið 2009

Komin er inn á heimasíðuna tímatafla UMFG vegna sumarsins 2009. Hún tekur gildi þann 3. júní 2009. Hér má sjá tímatöfluna.

Stubbaboltinn fellur niður í dag þriðjudaginn 2 júní

Vegna skólaslita fellur stubbaboltinn niður í dag. Hann verður næst á dagskrá á fimmtudaginn.   kv Hadda 

Karlareið Hestaeigendafélags Grundarfjarðar

Hin árlega karlareið Hestaeigendafélags Grundarfjarðar verður haldinn föstudaginn 5. júní nk. Mæting í Fákasel er kl. 17.00. Skráning er hjá Kristínu Haraldsdóttur, í síma: 899-3043 fyrir kl. 20.00, fimmtudaginn 4. júní.

Opnun Norska hússins - Hafskipabryggjan í Stykkishólmi

Laugardaginn 6. júní n.k. kl. 14.00 verður þess minnst að í ár eru 100 ár síðan hafskipabryggjan í Stykkishólmi var vígð. Þar verður söguskilti um Stykkishólmshöfn afhjúpað. Í tilefni þessa, hefst athöfn kl. 14.00 við höfnina og einnig verður opnuð afmælissýning um hafskipabryggjuna í Norska húsinu Afmælissýningin í Norska húsinu mun standa til 19. júlí og er húsið opið daglega kl. 11.00-17.00