Breytt gjaldskrá tjaldsvæðis

Breytingar hafa verið gerðar á gjaldskrá tjaldsvæðis Grundarfjarðar. Nýja gjaldskrá er að finna hér. 

Dósasöfnun á þriðjudaginn kl 17:00

Ungmennafélag Grundarfjarðar ætlar að fara um bæinn næstkomandi þriðjudag og safna dósum. Mæting er hjá Ragnar og Ásgeir kl 17 á þriðjudaginn.   kv UMFG 

Norska húsið.

Hér má sjá boðskort á opnun tveggja sýninga í Norska húsinu. 

Skráning á Unglingalandsmót UMFÍ á Sauðárkróki um verslunarmannahelgina

12. unglingalandsmót UMFÍ verður á Sauðárkróki um verslunarmannahelgina. Mótshaldarar hafa gert breytingu á skráningarfresti mótsins sem þýðir að HSH getur ekki tekið við skráningum eftir sunnudaginn 26. júlí. Skránignar verða að berast á netfangið hsh@hsh.is  Nú þegar hafa um 70 börn frá HSH skráð sig á mótið.  Munið að skráning verður að berast í síðasta lagi sunnudaginn 26. júlí n.k.  

Metaðsókn í sundlaugina um helgina

    Hún er ótrúleg veðurblíðan sem leikur um okkur þessa dagana. Brakandi blíða var alla helgina og flykktust ferðalangar á tjaldsvæði bæjarins og lífguðu upp á bæjarlífið. Nýja sundlaugin var vel nýtt því metaðsókn var í hana um helgina. Á föstudeginum voru gestir laugarinnar 170, á laugardag 278 gestir og á sunnudag 182 gestir    

Breyttur opnunartími sundlaugar

Samþykkt var á bæjarráðsfundi þann 15. júlí 2009 að breyta opnunartíma sundlaugar frá 16. júlí til 3. ágúst. Virka daga verður opið  frá 07.00 til 11.00 og eftir hádegi frá 14.00 til 21.00. Um helgar verður opið frá 10.00 til 18.00, þar með talið frídag verslunarmanna.

Stelpurnar okkar á Gothia Cup

Stelpurnar sem taka þátt í Gothia Cup í Svíþjóð hafa nú spilað tvo leiki, gert eitt jafntefli og tapað einum leik.  Þær leika næsta leik kl. 15.00 í dag við Uppåkra IF sem er næst efsta liðið í riðli með okkar stelpum.  Nokkrir leikir eru eftir og eru stelpunum sendar bestu kveðjur og óskir uym gott gengi í framhaldinu.  Allir geta fylgst með gangi mála í keppninnii á verfsíðunni: www.gothiacup.se 

Fleiri myndir frá Friðarhlaupinu 2009 "World Harmony Run"

Hérna eru myndir frá Friðarhlaupinu "World Harmony Run" þegar það fór um Grundarfjörð.  Myndirnar tók Sverrir Karlsson.     Hlaupið eftir Grundargötunni 

Snæfellskar stúlkur á Gothia Cup

Frétt á vef Skessuhorns 14. júlí 2009: Fjórði flokkur stúlkna af Snæfellsnesi, (Snæfellsbær, Grundarfjörður og Stykkishólmur) ásamt þjálfurum og fararstjórum voru glaðar og spenntar þegar þær mættu í flugstöðina í Keflavík árla síðasta sunnudagsmorgun. Þær voru á leið í flug til Gautaborgar í Svíþjóð á árlegt fótboltamót Gothia Cup en yfir 60 þjóðir taka þátt í þessu móti. Alls eru níu fótboltalið sem fara frá Íslandi í ár. Gothia Cup er með stærri fótboltamótum þar sem krakkar á aldrinum 13 - 17 ára taka þátt og stendur mótið yfir fram á næsta laugardag. Hægt er að fylgjast með gangi mála á:  www.gothiacup.se 

Friðarhlaup í Grundarfirði

Frétt á vef Skessuhorns 14. júlí 2009: Í gær var Alþjóða friðarhlaupið í Grundarfirði. Hlaupið var frá bátahöfninni í gegnum bæinn að Heilsugæslustöðinni. Við þetta tilefni fékk Guðmundur Ingi Gunnlaugsson bæjarstóri viðurkenningaskjal. Fólk frá hinum ýmsu þjóðlöndum tók þátt í hlaupinu ásamt grundfirskum ungmennum.