Fundur um þjóðlendumál á Snæfellsnesi verður haldinn í Grundarfirði 14. júlí

Héraðsnefnd Snæfellinga boðar til fundar um þjóðlendumálin á Snæfellsnesi þriðjudaginn 14. júlí 2009 kl. 17.30.  Fundurinn verður haldinn í Samkomuhúsi Grundarfjarðar.  Á fundinn mætir Óðinn Sigþórsson frá Búnaðarsamtökum Vesturlands og fer yfir helstu atriði þessara mála.  Allir sem hafa hagsmuni í þessum málaflokki svo sem landeigendur og sveitarstjórnarfólk eru hvött til þess að mæta og kynna sér stöðuna.

Mikil ánægja með heimsókn Queen Victoria

 Queen Victoria heimsótt  Grundarfjörð laugardaginn 11. júlí.  Þetta er stærsta skipið sem  heimsækir Grundarfjörð í sumar og tókst vel til í alla staði. Reiknað er með að um 2000 manns, farþegar og áhöfn hafi notið blíðskaparveðurs í bænum yfir daginn. Ýmsar uppákomur voru á vegum heimamanna í tilefni heimsóknarinnar og vöktu þær áhuga og ánægju gestanna. Sérstaklega voru gestirnir ánægðir með viðmót heimamanna. Ferðaþjónustuaðilar eru að vanda ánægðir með skipakomuna og enn og aftur afsannaðist sú goðsögn að gestir skemmtiferðaskipa skilji ekkert eftir sig.

Dagskrá á góðri stund 2009

Dagskráin fyrir bæjarhátíðina "Á GÓÐRI STUND 2009" er kominn. Hægt er að skoða hana hér 

Stærsta skip sumarsins kemur á laugardaginn

Frétt á vef Skessuhorns 9. júlí 2009: Queen Victoria, 90 þúsund tonna farþegaskip, kemur til Grundarfjarðar næstkomandi laugardag og er áætlað að það komi klukkan 8 og verði til klukkan 18. Skipið er það langstærsta sem komið hefur til Grundarfjarðar. Til marks um stærð þess í samanburði við önnur skemmtiferðaskip í sumar þá er næststærsta skipið sem kemur um 30 þúsund tonn að stærð en það er Tahitian sem væntanlegt er síðar í sumar. Queen Victoria getur haft tvö þúsund farþega og auk þess fjölda manns í áhöfn. Ef þeir fara allir í land þá þrefaldast íbúafjöldi bæjarins, en í Grundarfirði búa á tíunda hundrað manns. 

Sumaropnunartími bæjarskrifstofu

Opnunartími Bæjarskrifstofu Grundarfjarðar verður með breyttu sniði í júlí vegna sumarleyfa. Opið verður mánudaga til föstudaga kl. 9:30-12:30. Gildir þessi breytti opnunartími frá mánudeginum 6. júlí til föstudagsins 31. júlí n.k.    

Friðarhlaup 2009

Alþjóða friðarhlaupið fer fram hér á Íslandi dagana 1-16 júlí. Áætlað er að hlaupa hér í Grundarfirði 13. júlí klukkan 12:30. Eru þetta 30 hlauparar frá ýmsum þjóðlöndum sem koma og hlaupa hér, eiga allir hressir krakkar að mæta við gervigrasvöllinn og hlaupa með. Hlaupið verður með kyndil og verður þetta voða gaman og hægt er að skoða myndir og fleira á heimasíðunni www.worldharmonyrun.org 

Stjarnan færir Fellaskjóli veglega peningagjöf

Frétt á vef Skessuhorns 2. júlí 2009: Á dögunum boðaði Þórunn Kristinsdóttir fyrrverandi formaður Verkalýðsfélagsins Stjörnunnar í Grundarfirði stjórn Dvalarheimilisins Fellaskjóls á sinn fund í húsnæði félagsins að Borgarbraut. Tilefnið var ærið því það var komið að því að efna fundarsamþykkt aðalfundar Stjörnunnar frá árinu 2007 um fjárstyrk til Fellaskjóls. Upphaflega var samþykktin fólgin í því að styrkja Dvalarheimilið í fimm ár um eina milljón króna árlega en þeirri samþykkt var breytt áður en kom til sameiningar verkalýðsfélaganna á Snæfellsnesi og var styrkurinn nú greiddur út í einu lagi krónur 5 milljónir. 

Eldri borgarar athugið!

Vatnsleikfimin byrjar á morgun nánar á ellismellir.123.is