Grundfirskt fyrirtæki fær góða dóma

Af vef Ildi, 14. janúar 2010   Frétt á forsíðu Global Entrepreneurship Week Alþjóðleg athafnavika, Global Entrepreneurship Week var haldin í nóvember og stóð þá Landsvirkjun fyrir samráðsfundi í Blöndustöð, í samstarfi við Vaxtarsamning Norðurlands vestra.    ILDI hafði umsjón með fundinum og var yfirskrift hans  „Ný sóknarfæri á Norðurlandi vestra – umhverfi og afurðir“.  Það er trú allra þeirra sem að fundinum stóðu að hann muni skila góðum árangri, ef vel tekst að fylgja honum eftir.    Það er ánægjulegt að segja frá því að nú hefur frétt um fundinn ratað á forsíðu GEW. Fréttina má sjá hér. 

Námsframboð ekki skert í Fjölbrautaskóla Snæfellinga

Frétt á vef RÚV 13. janúar 2010: Skólameistari Fjölbrautaskóla Snæfellinga vonast til að ekki þurfi að skerða námsframboð á árinu þrátt fyrir umtalsverðan niðurskurð á fjárframlögum til skólans. Samkvæmt fjárlögum er framlag ríkisins til Fjölbrautaskóla Snæfellinga skorið niður um 8.3 prósent á milli ára en hafði áður vrið minnkað um 4,8% á milli áranna 2008 og 2009. Skúlína Hlíf Kjartansdóttir, skólameistari segir að þessum niðurskurði sé mætt með hagræðingu á öllum sviðum og hámarks hagsýni. Nú segir að yfirvinna verði minnkuð eða afnumin og að einhverjar takmarkanir kunni að verða á þjónustu. Hún kveðst þó vonast til að ekki þurfi að koma til þess.  Skúlína segir að enn hafi ekki þurft að fækka starfsmönnum en ekki sé útilokað að til þess komi í ár. Skúlína segir þó að niðurskurður sé ekki komið á það stig að skerða þurfi námsframboð eða möguleika nemanda til að útskrifast sem stúdentar af tilteknum brautum.  

Umsóknir um menningarstyrki fyrir mánudag

Skessuhorn, 13. janúar 2010   Vakin er athygli á að umsóknarferstur til að sækja um styrki til Menningarráðs Vesturlands rennur út mánudaginn 18. janúar. Upplýsingar má nálgast á vef menningarráðs,  http://menningarviti.is 

Kom með Stíganda í togi

Frétt á vef Skessuhorns 12. janúar 2010: Skipin að koma til lands um miðjan dag. Ljósm. sk.Grundfirðingur SH kom um miðjan dag með Stíganda VE í togi inn til Grundarfjarðar en Stígandi varð vélarvana skammt undan Grundarfirði þegar skipið fékk í skrúfuna. Kafara gekk vel að skera úr skrúfu Stíganda sem hélt fljótlega aftur til veiða. Góð aflabrögð hafa verið hjá Grundarfjarðarbátum að undanförnu, jafnt hjá togbátum sem netabátum. 

Bæjarstjórnarfundur

114. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðarbæjar verður haldinn í Samkomuhúsinu fimmtudaginn 14. janúar 2010 kl.16.15. Fundir bæjarstjórnar eru opnir og eru allir velkomnir að koma og hlýða á það sem fram fer.

Átthaganám á Snæfellsnesi

23. janúar n.k. hefst námskeið sem ber heitið Átthaganám á Snæfellsnesi, svæðisþekking og upplýsingamiðlun. Markmiðið með þessu námskeiði er að efla þekkingu þátttakenda á Snæfellsnesi og auka færni þeirra til að miðla þeirri þekkingu. Unnið verður með sögu, náttúrufar og byggðirnar á Snæfellsnesi, auk þess sem farið verður yfir undirstöðuatriðið í móttöku gesta og upplýsingamiðlun. áhersla verður á gleði og gaman. Námskeiðið er tilvalið fyrir þá sem vilja vita meira um svæðið sitt en eflir einnig þekkingu og færni sem nýtist þátttakendum til að skapa sér fjölbreytt og spennandi atvinnutækifæri í heimabyggð. Vaxandi eftirspurn er eftir svæðisþekkingu og upplýsingamiðlun til gesta á Snæfellsnesi. Engin sérstakur undirbúningur eða þekking er nauðsynleg fyrir þetta námskeið, en jákvætt hugarfar, gleði í hjarta og átthagaást er æskileg.

Fyrsta Pub Quiz ársins í kvöld

Pub Quiz nr 9 á dagskrá og nú er það Fánýtur fróðleikur þema. Síðasta Pub Quiz var MAGNAÐ. Aldrei hafa jafn margir borgað sig inn og síðast og þökkum við kærlega fyrir það, þetta var frábært. Við hvetjum alla til að mæta. Þetta kostar aðeins 500 kr á haus og rennur allur ágóðinn til styrktar Meistaraflokks Grundarfjarðar í knattspyrnu.   Þá er bara að taka á því í kvöld.   Meistaraflokksráð

Að loknum jólum: Þeir sem vilja losna við jólatréð

Þeir sem vilja losna við jólatré geta sett þau út fyrir lóðamörk næsta sunnudag, þ. 10. janúar, eða á mánudagsmorguninn þ. 11. janúar.  Starfsmaður áhaldahúss bæjarins mun sækja þau á mánudaginn og færa til endurvinnslu.  Á gámasvæðinu við Ártún er einnig tekið við jólatrjám á venjulegum opnunartíma.

Þrettándagleði í Grundarfirði

Þrettándagleði verður haldin á miðvikudaginn. Að vanda verður þetta fjölbreytt fjölskyldugleði með kyndilgöngu, söng, dansi og skemmtilegum búningum. Dagskrána má nálgast hér.