Æfingar í karate falla niður í dag.

Æfingar í karate falla niður í dag vegna veikinda.   kv Dagný Ósk 

Rokk og lúðrar í Grundarfirði

  Lúðrasveit Tónlistarskóla Grundarfjarðar heldur stórtónleika fimmtudaginn 24. mars og verða þeir í sal Fjölbrautaskóla Snæfellinga klukkan 19:30. Á meðal laga á efnisskránni má nefna lög eftir meistaranna í Coldplay og Muse, ásamt mörgum öðrum listamönnum sem eiga lög á þessum sannkallaða stórviðburði í menningarlífi Grundarfjarðar.   Ýmsir gestir leika og syngja með lúðrasveitinni en þar má helst nefna  Jóhönnu Guðrúnu. Á árinu 2010 voru einnig haldnir stórtónleikar þar sem kvikmyndatónlist fékk að hljóma en nú er það rokkið sem hljómar næstkomandi fimmtudagskvöld. Þetta er eitthvað sem enginn má missa af en þess má geta að vel yfir 200 manns mættu á síðustu tónleika sveitarinnar.

Takk fyrir

  Stjórn Félags atvinnulífsins í Grundarfirði (FAG) vill þakka kærlega öllum þeim sem komu að sýningunni Heimurinn okkar síðastliðinn laugardag, sýnendum, unglistamönnum og gestum. Yfir fjörutíu aðilar tóku þátt og voru básarnir hver öðrum glæsilegri. Var mál manna að sýningin sýndi ekki bara svart á hvítu hina miklu fjölbreytni í atvinnulífinu hér á svæðinu heldur einnig jákvæðni og kraft íbúanna. Hér má sjá skemmtilegar myndir frá sýningunni sem Tómas Freyr Kristjánsson tók. Þær tala sínu máli.

Heimurinn okkar

 

Myndakvöld í Sögumiðstöðinni

  Myndakvöld verður haldið í Sögumiðstöðinni fimmtudaginn 17. mars kl. 20:00.   Eyþór Björnsson segir frá ferðum sínum um Miðausturlönd.   Enginn aðgangseyrir. Kaffi Emil verður opið.

Aðalfundur Búnaðarfélags.

Aðalfundur Búnaðarfélags Eyrarsveitar verður haldinn á Hótel Framnesi, sunnudaginn 20 mars næstkomandi og hefst kl. 14.00. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. 

Sýningin „Heimurinn okkar” í Grundarfirði næstkomandi laugardag

Af vef Skessuhorns 15.3.2011   Atvinnuvega- og samfélagssýningin „Heimurinn okkar“ verður haldin í Grundarfirði nk. laugardag 19. mars. Það er FAG, félag atvinnulífsins í Grundarfirði sem stendur fyrir sýningunni. Þegar Skessuhorn ræddi við Jónas Víði Guðmundsson markaðsfulltrúa Grundarfjarðar í gær var sýnt að þátttaka yrði góð á sýningunni. Um 40 aðilar höfðu þá fest sér sýningarbás, þar af 21 fyrirtæki og stofnanir og 15 félagasamtök, fyrir utan svokallaða aðra aðila, en þeir eru m.a. Fjölbrautaskóli Snæfellinga sem verður með stóran kynningarbás og aðstandendur sýningarinnar, FAG, en það félag var stofnað árið 1997. 

Kjörskrá vegna þjóðaratkvæðagreiðslu

Þjóðaratkvæðagreiðsla fer fram laugardaginn 9. apríl 2011. Á kjörskrá eru allir sem eru með lögheimili í sveitarfélaginu þremur vikum fyrir kjördag, þ.e. laugardaginn 19. mars 2011, uppfylli þeir að öðru leyti skilyrði 1. gr. laga um kosningar til Alþingis nr. 24/2000.  

Ný gjaldskrá byggingarleyfisgjalda

Á fundi bæjarstjórnar 10. mars sl.l. var samþykkt ný gjaldskrá fyrir byggingarleyfis-, þjónustu- og framkvæmdaleyfisgjöld. Gjaldskráin er sett í samræmi við lög um mannvirki og skipulagslög og kemur í stað eldri gjaldskrár frá janúar 2010.  Gjaldskráin öðlast þegar gildi.

Blak

Föstudaginn 11. mars verður leikur UMFG og Hamars og á sunnudaginn 13. mars verður leikur UMFG og Þróttar B. Frítt er inn á leikina. Sjá auglýsingu hér.