Jól í skókassa

  Verkefnið Jól í skókassa hefur staðið yfir undanfarið. Börn og fullorðnir voru duglegir að taka þátt og eru komnir yfir 40 jólapakkar. Börn í yngstu bekkjum grunnskóla Grundarfjarðar tóku þátt og skiluðu frá sér jólapökkunum 1. nóvember. Af því tilefni var boðið upp á súkkulaði og smákökur sem gladdi góða gefendur. Öllum sem komu að þessu verkefni er þakkað fyrir framlag sitt.   Þessar myndir voru teknar í Grunnskólanum.   

Málþing - Vistvænni samgöngur á Snæfellsnesi

Langar þig að breyta bílnum þínum í metanbíl? Hefur þig dreymt um rafmagnsbíl? Eigum við á Snæfellsnesi einhverja möguleika hvað varðar vistvænni orkugjafa í samgöngum?   Sjá nánar hér.  

Laus störf í heimaþjónustu

Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga leitar eftir starfskrafti til að annast heimilishjálp tímabundið í   Grundarfjarðarbæ   Viðkomandi þarf að geta hafið störf í síðasta lagi 1. desember 2012    

Spilavist

Spilavist verður í samkomuhúsinu miðvikudaginn 7. nóvember klukkan 20.00. Allir velkomnir.   Félag eldri borgara í Grundarfirði.      

Lýsing á vinnu við svæðisskipulag um svæðisgarð - nú er tækifæri til að setja sig inn í málið!

Eins og fram hefur komið er farin af stað vinna við að móta svæðisgarð á Snæfellsnesi. Vinnan fer aðallega fram með gerð svæðisskipulags fyrir svæðisgarðinn.    

Viltu leggja Rauða Krossinum lið?

Rauðakrossdeildina í Grundarfirði vantar sjálfboðaliða sem vilja starfa í fjöldahjálparstöð.  Ítarlegt námskeið um tilgang og störf fjöldahjálpastöðva verður haldið miðvikudaginn 7. nóvember og fimmtudaginn 8. nóvember kl. 18 til 22 í  Grunnskóla Grundfjarðar. Skráning er í síma 456 3180 eða á netfangið bryndis@redcross.is. Rauði Krossinn þarf á liðsmönnum að halda.   Sjá auglýsingu hér.   Rauði Kross Íslands  

Menningaráð Vesturlands

Lokafrestur til þess að sækja um styrki Menningaráðs Vesturlands fyrir árið 2013 rennur út 18. nóvember.sjá  http://www.menningarviti.is/