Aðalfundur Sögumiðstöðvar

Aðalfundur Eyrbyggju-Sögumiðstöðvar og Blöðruskalla, sögufélags verða haldnir mánudaginn 18. júní 2012 kl. 20.00 í Sögumiðstöðinni Grundarfirði. Dagskrá og fundagögn má nálgast með því að smella hér. Stjórnin. 

Komur skemmtiferðaskipa sumarið 2012

Í dag kemur fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins til Grundarfjarðar. Það er Silver Explorer sem kemur kl. 7 og verður hér til kl. 18:30. Alls hafa 18 skip verið bókuð í sumar sem er það mesta frá upphafi.   Hér á síðunni má nálgast lista yfir skipin sem koma í sumar og ýmsar upplýsingar um flest þeirra.   Skemmtiferðaskip sumarið 2012

Hátíðardagskrá 17. júní 2012

Hér má sjá 17. júní hátíðardagskrána.    

Opinn fundur Hafrannsóknarstofnunar um haf- og fiskirannsóknir og veiðiráðgjöf

Hafrannsóknastofnunin kynnti 8. júní skýrslu stofnunarinnar um ástand fiskistofna og aflahorfur fiskveiðiárið 2012/2013. http://www.hafro.is/undir.php?ID=26&REF=4   Í framhaldinu boðar Hafrannsóknastofnunin til opinna funda um haf- og fiskirannsóknir og veiðiráðgjöf fyrir komandi fiskveiðiár. Fundir verða haldnir á eftirfarandi stöðum:

Bæjarstjórnarfundur

150. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðar verður haldinn í Samkomuhúsinu, fimmtudaginn 14. júní 2012, kl. 16:30.   Fundir bæjarstjórnar eru opnir og er áhugamönnum um bæjarmálefni velkomið að sitja fundina og hlýða á það sem fram fer.    

Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga auglýsir laus störf til umstóknar

·       Stöðugildi þroskaþjálfa eða iðjuþjálfa Á  starfsstöð  dagvistunar, hæfingar, atvinnutengdra úrræða  og  afþreyingar  fatlaðra í Stykkishólmi ·       Stöðugildi  ráðgjafa í félagsþjónustu sveitarfélaga Verksvið:  Málefni fatlaðs fólks  og  önnur félagsþjónusta sveitarfélaga    

Aðalfundur Eyrbyggju-Sögumiðstðvar og Blöðruskalla

Áður auglýstur aðalfundur Eyrbyggju-Sögumiðstöðvar og Blöðruskalla, sögufélags hefur verið færður frá fimmtudeginum 14. júní yfir á mánudaginn 18. júní 2012 og hefst kl. 20.00. Fundurinn verður eins og áður var auglýst í Sögumiðstöðinni Grundarfirði. Dagskrá er meðfylgjandi. Fundargögn verða aðgengileg á vef innan tíðar.  

Fjölbrautaskóli Snæfellinga auglýsir eftir framhaldsskólakennurum

Fjölbrautaskóli Snæfellinga auglýsir eftir framhaldsskólakennurum fyrir skólaárið 2012-2013.   Danska            50%  staða Raungreinar    100% staða Fél/Sag/Upp    100% staða   Laun greiðast samkvæmt stofnanasamningi skólans.   Skólinn er framhaldsskóli með áfangasniði þar sem í boði eru stúdentsbrautir, almenn námsbraut og starfsbraut. Skólinn er með framhaldsskóladeild á Patreksfirði. Helstu áherslupunktar í kennsluháttum skólans eru  nýting upplýsingatækni í skólastarfi, fjölbreyttar verkefnamiðaðar kennsluaðferðir og námsmat með sérstakri áherslu á leiðsagnarmat.  

Fyrirhugaðar breytingar á aðalskipulagi

Lýsing vegna fyrirhugaðrar breytingar á aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar 2003 – 2015 vegna lagningar jarðstrengs   Fyrirhuguð er breyting á aðalskipulagi Grundarfjarðar 2003 – 2015 vegna lagningar 66kV jarðstrengs og ljósleiðara Landsnets hf og 19 kV jarðstrengs á vegum Rarik milli Grundarfjarðar og Ólafsvíkur. Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar samþykkti á fundi sínum hinn 26. apríl, að kynna lýsingu þessarar framkvæmdar. Skipulagsstofnun hefur fjallað um lýsingu þessa og gerir ekki athugasemd við hana. Lýsingin er kynnt á vef Grundarfjarðar www.grundarfjordur.is í samræmi við 30. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eru hvattir til að kynna sér lýsinguna og koma ábendingum eða athugasemdum á framfæri skriflega eða á netfangið smari@grundarfjordur.is fyrir 1. júlí 2012.   Skipulags- og byggingarfulltrúi Grundarfjarðar.   Sjá nánari lýsingu!    

Dreifnám við Fjölbrautaskóla Snæfellinga á haustönn 2012

Umsóknarfrestur í dreifnám er til 18. júní 2012. Með dreifnámi er átt við að nemandinn getur stundað fjarnám frá skólanum auk þess að standa til boða að mæta með dagskólanemendum í kennslustundir.   Þeir sem skráðir eru í dreifnám hafa aðgang að kennurum á MSN allt að 4 klst. á viku.   Öllum tölvupósti er svarað innan sólarhrings 5 daga vikunnar. Námsmatið byggir að stórum hluta á vinnu nemenda frá viku til viku.   Upplýsingar um skólann eru á vefnum www.fsn.is .   Allar frekari upplýsingar fást hjá námsráðgjafa og aðstoðarskólameistara FSN í síma 4308400.   Skólameistari FSN