Nýir Ipad teknir í notkun í Grunnskólanum

Í Grunnskólanum hefur staðið fyrir dyrum að endurnýja tölvukostinn að hluta. Skólinn hefur verið ágætlega settur hvað varðar tölvubúnað síðustu ár en nú var komið að því að endurnýja. Ákveðið var að kaupa Ipad í stað fartölva eins og áður hefur verið gert og eru nú 18 Ipad komnir í hús. Ipad býður upp á marga skemmtilega möguleika í kennslu  og nýtist því kennurum vel í því  að auka fjölbreytni kennsluhátta og nýta ýmsa möguleika sem ekki hafa verið fyrir hendi áður.Nemendur eiga eflaust eftir að taka þessari nýjung fagnandi því sú kynslóð sem nú sækir grunnskóla landsins er vanari lyklaborðum og tölvum en blýanti og blaði. Það gefur því auga leið að skólarnir verða að færa sig nær þessari þróun.

Sumarnámskeið 2012

Skemmtileg og skapandi námskeið fyrir börn fædd 2001 - 2006.   Sjá nánar auglýsingu hér!   

Samfélagsleg ábyrgð Landsbankans

Grein bæjarstjóra í Bæjarblaðinu Jökli 31. maí sl. í tilefni af lokun útibús Landsbankans í Grundarfirði:   Stefnu Landsbankans er að finna í einkunnarorðunum „hlustum, lærum og þjónum“. Landsbankinn segist vera þjónustufyrirtæki með það meginmarkmið að þjóna viðskiptavinum. Gamla slagorðið „banki allra landsmanna“ finnst reyndar ekki lengur í stefnu hans. Það eru orð að sönnu.   Landsbankinn á sér langa og farsæla sögu í Grundarfirði allt frá því Samvinnubankinn opnaði útibú 1964 sem síðar varð útibú Landsbankans við sameiningu bankanna. Eftir 48 ára sögu ákveða yfirmenn bankans fyrirvaralaust að nú sé nóg komið, gróðinn er ekki nógu mikill og kostnaðarhlutfallið óhagstætt. Þetta eru þekktar forsendur sem okkur landsbyggðarfólki eru boðnar.