Umsækjendur um starf skipulags- og byggingafulltrúa

Um starf skipulags- og byggingafulltrúa Grundarfjarðar- og Stykkishólmbæjar sóttu 14 manns.   Listi yfir umsækjendur:   Arnþór Tryggvason Eggert Guðmundsson Einar Magnús Einarsson Gunnar Jóhann Elísson Ívar Örn Þórðarson Jón Pétur Pétursson Karl Ómar Jónsson Magnús Þórðarson Ómar Örn Kristófersson Ragnar Már Ragnarsson Sigmar Árnason Sigurbjartur Loftsson Tryggvi Tryggvason Vignir Björnsson  

Friðarhlaupið

Eftir friðarhlaupið í gær var haldin notaleg friðarstund í Paimpolgarðinum. Þar var gróðursett friðartré, sungið og farið með friðarbæn. Að friðarstundinni lokinni bauð Kaffi Emil aðstandendum friðarhlaupsins í súpu. Þau héldu svo hlaupandi áfram til Ólafsvíkur.              

Friðarhlaup í dag

Minnum á friðarhlaupið kl. 11.15 og friðarstund í Paimpolgarðinum kl. 12.00 í dag.   Sjá nánar  

Skemmtiferðaskipið Ocean Princess

Mánudaginn 8. júlí nk. mun skemmtiferðaskipið Ocean Princess liggja við akkeri við Grundarfjarðarhöfn. Farþegar skipsins eru tæplega 700 talsins auk um 350 manna áhafnar. Það verða því um 1000 manns sem sækja okkur Grundfirðinga heim. Skipið kemur um kl. 7:00 og fer kl. 18:00.   Við höfum fengið til liðs við okkur fjórar ungar stúlkur sem ætla að spila og syngja á bryggjunni fyrir farþega skipsins um kl. 8:30. Auk þess verða víkingarnir á staðnum.  

Ræstingastarf

Grundarfjarðarbær óskar eftir að ráða sem fyrst starfsmann til að sinna ræstingu á einni af húseignum bæjarins. Um er að ræða 2 klst. á viku. Vinnutími er sveigjanlegur.   Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Dala- og Snæfellsness (SDS).   Nánari upplýsingar eru veittar á bæjarskrifstofu í síma 430 8500 eða á netfangi grundarfjordur@grundarfjordur.is   Umsóknarfrestur er til 15. júlí nk.   Sækja um ræstingastarf  

Starf skólaliða

  Grundarfjarðarbær auglýsir eftir skólaliða við Grunnskóla Grundarfjarðar og Íþróttahús Grundarfjarðar. Um er að ræða tímabundið starf næsta vetur.   Starfsmaður mun sinna þrifum og gæslu. Um 90% starf er að ræða.   Nánari upplýsingar veitir Anna Bergsdóttir, skólastjóri, í síma 430 8555 eða á netfangi annberg@grundarfjordur.is   Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Dala- og Snæfellsness (SDS).   Umsóknarfrestur er til 15. júlí 2013. Ráðið er í starfið frá 6. ágúst 2013.   Umsóknareyðublöð er að finna á vefsíðu Grundarfjarðarbæjar, www.grundarfjordur.is   Sækja um starf skólaliða  

Friðarhlaup