Aukalosun á grænu tunnunni

Þriðjudaginn 20. desember nk. mun Íslenska gámafélagið sjá um aukalosun á grænu tunnunni. Aðrar sorplosanir verða skv. sorphirðudagatali.  

Leikskólastarf í Grundarfirði 40 ára

Kæru Grundfirðingar!   Þann 4. janúar 2017 eru liðin 40 ár síðan leikskóli var fyrst starfræktur hér í Grundarfirði.  Af því tilefni bjóðum við til afmælisveislu í Leikskólanum Sólvöllum laugardaginn 7. janúar, kl. 14:00-16:00.   Í afmælisveislunni munu nemendur skólans syngja fyrir gesti. Auk þess verður kynning á starfi leikskólans í máli og myndum, en hægt verður að sjá myndir frá tímabilinu á skjá og í myndaalbúmum. Boðið verður upp á kaffi og afmælisköku.   Á þessum tímamótum á Matta okkar, Matthildur Guðmundsdóttir, 40 ára starfsafmæli. Hún hefur starfað við leikskólann í Grundarfirði frá upphafi.   Allir velkomnir. Hlökkum til að sjá ykkur.   Nemendur og starfsmenn Leikskólans Sólvalla    

Jólatónleikar Tónlistarskóla Grundarfjarðar

     

Bæjarstjórnarfundur

200. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðar verður haldinn í Ráðhúsi Grundarfjarðar, 8. desember 2016, kl.16:30.   Dagskrá:  

Góð vinna á opnum íbúafundi

    Opinn íbúafundur fór fram í Samkomuhúsinu þann 21. nóvember síðastliðinn þar sem fjallað var um endurskoðun á aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar. Það var Ráðgjafafyrirtækið Alta sem stýrði fundinum en fyrirtækið heldur utan um vinnuna við endurskoðun á aðalskipulagi sveitarfélagsins.  

Bókasafnið og jólin

  Nýjar bækur á bókasafninu og myndasýningar í Bæringsstofu. Í setustofunni er karfa með efni til að föndra pappírskörfur, músastiga og hekla stjörnur og snjókorn. Lítið við hvenær sem er. Borgarbókasafnið hefur sett upp aðventudagatal með jólasögu. Einn kafli á dag.                                          Bókasafnið er aðgengilegt þá tíma sem Kaffi Emil er opið. Þjónusta á bókasafninu er mánudaga-fimmtudaga kl. 13-17. Munið netfangið bokasafn @ grundarfjordur.is. Kynnið ykkur myndir og kynningar á facebooksíðu bókasafnsins. Hún er opin öllum, einnig án facebookaðgangs.