Starfsmaður óskast í áhaldahús og við Grundarfjarðarhöfn

  Laust er til umsóknar starf í áhaldahúsi Grundarfjarðarbæjar auk hafnarvörslu við Grundarfjarðarhöfn. Um fullt starf er að ræða. Starfið er fjölbreytt, en starfsmaður mun vinna með verkstjóra áhaldahúss, umsjónarmanni fasteigna og hafnarstjóra eftir þörfum hverju sinni.   Helstu verkefni eru öll almenn störf áhaldahúss og umsjónarmanns fasteigna. Hafnarstarfið felst í vigtun sjávarfangs, móttöku og þjónustu skipa og öðru sem til fellur við rekstur hafnarinnar. Starfsmaður hefur aðstöðu í áhaldahúsi og starfar náið með forstöðumönnum stofnana.    

Tónlistarskólinn í Grundarfirði

  Vortónleikar og skólaslit Tónlistarskólans í Grundarfirði verða haldnir sunnudaginn 8.maí n.k.  kl 17:00 í sal FSN. Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá.   Allir hjartanlega velkomnir     

Vortónleikar kirkjukórsins

Grundarfjarðarkirkju miðvikudagskvöldið 4. maí kl. 20.00 Tómas Guðni, Jóhann Ásmunds, Baldur Orri og Sigurgeir spila undir. Einsöngvarar: Gréta Sigurðardóttir og Linda María Nielsen.   Allir velkomnir Enginn aðgangseyrir  

Staðarandi Vesturlands - ráðstefna á Hvanneyri 4. maí

  Blásið til sóknar- Staðarandi Vesturlands – innviðir – ímynd og tækifæri       Miðvikudaginn 4. maí veður haldin á Hvanneyri  ráðstefna   á vegum Samtaka  sveitarfélaga  á  Vesturlandi  og umhverfisskipulagsbrautar Landbúnaðarháskóla Íslands  með stuðningi frá sóknaráætlun.