Frá Tónlistarskólanum í Grundarfirði

Innritun vegna náms í Tónlistarskólann er hafin. Öll börn í Grunnskólanum hafa fengið eyðiblað með heim, en einnig er hægt að nálgast það á bæjarskrifstofunni eða hér á heimasíðu Grundarfjarðarbæjar.  Umsóknareyðiblöðum má skila annaðhvort til skólaritara Grunnskólans eða á bæjarskrifstofuna.   Umsóknareyðublað 1. Umsóknareyðublað 2.   Vonumst til að sjá sem flesta í haust, Starfsfólk Tónlistarskólans.    

Hreyfivika UMFÍ 23.-29. maí - allir með!

    Hin árlega Hreyfivika UMFÍ verður dagana 23.-29. maí næstkomandi og fer hún samtímis fram í allri Evrópu þessa daga. Hreyfivikan, sem á ensku nefnist Move Week, er evrópsk herferð á vegum ISCA (International Sport and Culture Association) og er markmið hennar að 100 milljónir Evrópubúa verði orðnir virkir í hreyfingu og íþróttum fyrir árið 2020.

Frönsk listsköpun í grunnskólanum

    Franska listakonan Josée Conan frá Paimpol, vinabæ Grundarfjarðarbæjar, hefur verið við störf í Grunnskóla Grundarfjarðar undanfarna viku. Josée vinnur myndir sínar úr fiskum og hefur vakið mikla athygli við störf sín í grunnskólanum enda notar hún mjög sérstaka aðferð við listsköpunina.  

Fimm ára deildin Eldhamrar komin í fullan gang

      Fimm ára deildin Eldhamrar hóf starfsemi sína í Grunnskóla Grundarfjarðar á dögunum, nánar tiltekið 25. apríl 2016.  Á deildinni eru 6  börn sem munu öll hefja nám í 1. bekk í haust. Í ágúst koma svo börn fædd 2011 til okkar.  

Viðtalstímar bæjarfulltrúa miðvikudaginn 18. maí

Bæjarfulltrúar verða til viðtals í Ráðhúsi Grundarfjarðar miðvikudaginn 18. maí kl 17-18.   Íbúar Grundarfjarðar eru hvattir til að nýta tækifærið og ræða við bæjarfulltrúa.   Bæjarstjórn 

Sýning grunnskólabarna í Grundarfjarðarkirkju

Sýning á listaverkum grunnskólabarna er enn til sýnis í Grundarfjarðarkirkju. Ekki missa af þessari sýningu.  Allir velkomnir.    

Tónlistarskóli Grundarfjarðar

Tónlistarskóli Grundarfjarðar auglýsir eftir tónlistarkennara til afleysingar í ár. Leitað er að gítarkennara en einnig er æskilegt að viðkomandi geti kennt á fleiri hljóðfæri. Málmblástur, gítar og slagverk.  Umsóknarfrestur er til 23. maí. Umsækjandi þarf að geta hafið störf 1.ágúst n.k.   Upplýsingar gefur Sigurður Gísli Guðjónsson, skólastjóri, sigurdur@gfb.isí síma 4308550 og Linda María Nielsen, deildarstjóri, lindam@gfb.isí síma 4308560   Umsóknareyðublað      

Grunnskólakennari óskast til starfa.

Meðal kennslugreina eru náttúrufræði á miðstigi, íslenska á unglingastigi Umsóknarfrestur er til 23. maí. Umsækjandi þarf að geta hafið störf 1.ágúst n.k.   Upplýsingar gefur Sigurður Gísli Guðjónsson, skólastjóri, sigurdur@gfb.isí síma 4308550   Umsóknareyðublað    

Leikskólakennari óskast til starfa frá 1.ágúst n.k. í leikskóladeildina Eldhamra í 50 – 70 % starfs.

 Hæfniskröfur:• Leikskólakennaramenntun eða annað háskólanám sem nýtist í starfi• Hugmyndaríkur, jákvæður og sveigjanlegur• Metnaðarfullur í starfi, hæfni og áhugi til að vinna í hóp• Hæfni í mannlegum samskiptum• Tilbúinn að takast á við nýjar og fjölbreyttar áherslur í leikskólastarfi   Á Eldhömrum eru nemendur á síðasta ári fyrir grunnskóla. Mikil áhersla er lögð á jákvæðan anda og að starfsfólki líði vel í starfi.   Umsóknarfrestur er til 23. maí. Umsækjandi þarf að geta hafið störf 1.ágúst n.k.  

Aðalsafnaðarfundur Setbergssóknar

 Leiðrétting:   Aðalsafnaðarfundur Setbergssóknar verður haldinn í Safnaðarheimili Grundarfjarðarkirkju fimmtudaginn 12. maí 2016 kl. 18:00 Dagskrá fundarins: Skýrsla sóknarnefndarSkýrsla safnaðarinsÁrsreikningar lagðir framÖnnur mál Á fundinum verður boðið upp á súpu og brauð.Vonumst til að sjá sem flesta.Sóknarnefnd Setbergssóknar.