Samstarfsnefnd um mögulega sameiningu Grundarfjarðarbæjar, Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar fundaði í gær fimmtudaginn 9. nóvember 2017.

Bókun samstarfsnefndarinnar, sem samþykkt var á fundinum er svofelld:   Samstarfsnefnd um mögulega sameiningu sveitarfélaganna Grundarfjarðarbæjar, Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar hefur aflað gagna og rætt um ýmsa þætti sem tengjast mögulegri sameiningu sveitarfélaganna.  Sveitarfélögin fengu ráðgjafafyrirtækið KPMG til þess að afla gagna og vinna skýrslu fyrir sameiningarnefndina og hefur hún verið kynnt fyrir sveitarstjórnum.   Í ljósi þessara gagna og niðurstöðu Jöfnunarsjóðs um framlög vegna sameiningarinnar sem byggja á núgildandi reglum sjóðsins telur nefndin ekki forsendur til að ná fram niðurstöðu í vinnuna þannig að hægt sé að kjósa um sameiningu fyrir sveitarstjórnarkosningar á næsta ári.   Nefndin leggur til að á vegum sveitarstjórnanna þriggja fari fram viðræður við ráðuneyti sveitarstjórnarmála þar sem gerð verði grein fyrir afstöðu sameiningarnefndarinnar.  Vísar nefndin einnig til skýrslu ráðuneytisins um stöðu og framtíð íslenskra sveitarfélaga frá september sl. þar sem m.a. er lagt til að ráðuneyti sveitarstjórnamála taki markvissari þátt í verkefninu um styrkingu sveitarstjórnarstigsins og fjárfesti í því.    F.h. samstarfsnefndarinnar Þorsteinn Steinsson Grundarfirði  

Háls-, nef og eyrnalæknirinn

Þórir Bergmundsson  verður með móttöku á Heilsugæslunni Grundarfirði þriðjudaginn 28. nóvember n.k. Tekið er á móti tímapöntunum á Heilsugæslustöð Grundarfjarðar, í síma 432 1350   (ath. börn 2-18 ára þurfa tilvísun frá lækni)  

Norræna bókasafnavikan 2017

Mánudaginn 13. nóvember 2017 hefst Norræna bókasafnavikan í 21. skipti. Þá setjumst við niður og lesum upphátt sama bókmenntatexta á sama tíma á öllum Norðurlöndunum.       Upplestur hefst kl.17.30 í Sögumiðstöðinni. Lesið á sama tíma fyrir börn og fullorðna. Myndasýning.  

Auglýsing um deiliskipulag

Sólvallarreitur - iðnaðarsvæði, tillaga að deiliskipulagi   Bæjarstjórn Grundarfjarðar samþykkti þann 1. nóvember 2017 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir iðnaðarsvæði á lóð Grundarfjarðabæjar skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010   Sjá teikningu hér

Tilkynning vegna framkvæmda við Grundargötu 4-28

RARIK fyrirhugar að leggja háspennustreng frá nýja tengivirki Landsnets sem er rétt ofan við iðnaðarsvæðið og skammt frá Kverná að spennistöð við Borgarbraut 2b (neðan við Arion banka húsið).