Þriðji bekkur heimsótti slökkvilið Grundarfjarðar

    Það voru alsælir nemendur í þriðja bekk Grunnskóla Grundarfjarðar sem heimsóttu slökkvilið bæjarins á dögunum. Ásamt því að fá kynningu á tækjum og tólum þá fengu þau að skoða bílana og spjalla við slökkviliðsmenn.  

Tómas Logi sigraði í Ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðar 2017

  Það var Tómas Logi Hallgrímsson sem bar sigur úr býtum í Ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðar árið 2017 og hlýtur hann að launum kr. 50.000. Móðir hans, Helga Fríða tók við viðurkenningunni fyrir hönd Tómasar. Í öðru sæti varð Hafrún Guðmundsdóttir og fékk hún að launum kr. 30.000 og í því þriðja varð Sverrir Karlsson. Hann fékk viðurkenningu að upphæð kr. 20.000.   Grundarfjarðarbær þakkar frábæra þátttöku í Ljósmyndasamkeppninni og óskar sigurvegurunum innilega til hamingju með úrslitin.    

Svana Björk Steinarsdóttir er íþróttamaður Grundarfjarðar 2017

     Svana Björk Steinarsdóttir var kjörinn íþróttamaður Grundarfjarðar síðastliðinn sunnudag. Svana Björk var tilnefnd af blakdeild UMFG enda lykilleikmaður í liði félagsins. Svana Björk er prúður og agaður leikmaður, fyrirmynd innan vallar sem utan og átti sæti í U-19 landsliði kvenna sem keppti á norðurlandamóti á dögunum.   Grundarfjarðarbær óskar Svönu Björk hjartanlega til hamingju með titilinn!

Jólatónleikar Tónlistarskóla Grundarfjarðar