Hundaeigendur athugið

Þeir hundaeigendur sem misstu af síðustu hundahreinsun athugið. Dýralæknir verður með hundahreinsun í áhaldahúsinu miðvikudaginn 8. febrúar milli klukkan 15-16.30.   Öllum hundaeigendum er skylt að mæta með hunda sína.    

Leikskólakennari óskast til starfa á Eldhömrum

    Leikskólakennari óskast til starfa á Eldhömrum til afleysingar í eitt ár vegna fæðingarorlofs. Leikskóladeildin Eldhamrar er til húsa í Grunnskóla Grundarfjarðar. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf í byrjun mars.   Vakin er athygli á stefnu Grunnskóla Grundarfjarðar um jafnan hlut kynja í störfum.  

Til hamingju með daginn, kvenfélagskonur!

    Grundarfjarðarbær óskar kvenfélagskonum innilega til hamingju með dag kvenfélagskonunnar í dag, 1. febrúar.   Einnig færum við konunum í kvenfélaginu Gleym mér ei þakki fyrir frábært og óeigingjarnt starf í þágu samfélagsins okkar hér í Grundarfirði um árabil.    

Sameiginleg ályktun bæjarstjóra á Snæfellsnesi, vegna yfirstandandi sjómannaverkfalls.

Verkfall sjómanna hefur staðið í  sjö vikur.  Þetta hefur veruleg áhrif á launþega til lands og sjávar. Jafnframt eru áhrifin orðin alvarleg fyrir rekstur fyrirtækja í sjávarútvegi og hjá aðilum sem þjónusta sjávarútveg á einn eða annan veg.   Afkoma margra fyrirtækja í sjávarútvegi og þjónustugreinum við hann hefur orðið fyrir verulegum samdrætti og jafnvel erfiðleikum í rekstri sem beint tengist verkfallinu.  Ekki síður reynir ástand þetta á almennan launþega sem hefur atvinnu af fiskvinnslu og veiðum. Kostnaður heimilanna stöðvast ekki þó verkfall sé í gangi.   Rekstur sjávarþorpa vítt og breytt um landið finnur einnig verulega fyrir samdrætti í tekjum vegna minni útsvarstekna en áætlað hafði verið miðað við eðlilegt atvinnuástand. Þá er líklegt að markaðir sem íslenskur fiskur hefur verið seldur á skaðist verði verkfallið ekki leyst.  Tjón landsins alls er því mikið vegna áframhaldandi verkfalls.   Mikilvægt er að samningsaðilar leggi sig alla fram um að samningar náist eins fljótt og kostur er.. Stjórnvöld verða að koma að lausn mála með  með öllum tiltækum ráðum svo samningar náist fljótt. Ástand af þessu tagi getur ekki gengið mikið lengur. Skaðinn er þegar orðinn meiri en ásættanlegt er og því verða deiluaðilar að ná saman og semja fljótt.   Staða samfélagsins á Snæfellsnesi markast mjög af sjávarútvegi. Bæjarstjórar á Snæfellsnesi, í  Stykkishólmi, Grundarfjarðarbæ og Snæfellsbæ vilja því  beina þeim tilmælum til samninganefnda útgerðar og sjómanna að leggja sig fram um að ná samningum og ljúka verkfalli. Ráðherra sjávarútvegsmála og ríkisstjórnin verður að koma að lausn deilunnar takist samningsaðilum ekki að ná lendingu í samningum sín á milli næstu daga.   Skorað er á deiluaðila og stjórnvöld að vinna hratt að samkomulagi í yfirstandandi kjaradeilu sjómanna og útgerðarmanna.   Undir þetta rita bæjarstjórar ofangreindra sveitarfélaga.