Auglýsing um tillögu að deiliskipulagi áfangastaðar við Kolgrafafjörð, Grundarfjarðarbæ

 

Bæjarstjórn Grundarfjarðar samþykkti þann 4. apríl 2018 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi áfangastaðar við Kolgrafarfjörð ásamt umhverfismati hennar, skv. 41. gr. skipulagslaga.

Tillaga að deiliskipulagi áfangastaðar við Kolgrafarfjörð felur í sér að útbúa aðstöðu til að njóta útsýnis og náttúrulífs við vesturenda brúarinnar yfir Kolgrafafjörð ásamt nýjum bílastæðum og svæði til áningar. Á áfangastað verður gert ráð fyrir salernisaðstöðu, nestisaðstöðu og útsýnispall ásamt upplýsingaskiltum um nánasta umhverfi, náttúru og nærliggjandi þjónustu.  Deiliskipulagssvæðið er um 3,3 ha að stærð.

 

Tillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofunum Borgarbraut 16 og birt á vef bæjarins, www.grundarfjordur.is, frá 5. apríl til og með 17. maí 2018.

Þeim sem eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna til og með fimmtudeginum 17. maí 2018. Athugasemdir eða ábendingar skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 17. maí 2018 annað hvort á netfangið grundarfjordur@grundarfjordur.is eða með pósti merkt: Grundarfjarðarbær, Deiliskipulag, Borgarbraut 16, 350 Grundarfjörður. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna teljast henni samþykkir.

Bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar

 

 

Deiliskipulag áfangastaðar við Kolgrafafjörð - greinargerð

Deiliskipulag áfangastaðar við Kolgrafafjörð - uppdráttur