Bókasafnið  verður opið fimmtudaginn 26. júlí kl. 13-18 eða eitt til sex.

  • Kaffi á könnunni.
  • Sögustóllinn fyrir þá sem vilja segja börnunum sögur.
  • Vinaleg barnadeild.

Verið velkomin

Skiladagur flestra bóka er 27. ágúst. Flestar eldri bækur má fá í 2 mánuði. Skoðið úrvalið af hljóðbókum. Vinsamlega bendið vin eða ættingja sem ekki les að ráði á þennan möguleiga til að fá að njóta bókmenntanna.

Bók frá einum Æringjanna er týnd á bókasafninu. Hver finnur hana?

Fimmtudaginn fyrir Verslunarmannahelgi er lokað. Hægt er að koma á bókasafnið virku dagana þegar starfsmaður er við aðra vinnu. 

Vetraropnun hefst 20. ágúst og er þá opið mánudaga til fimmtudaga frá kl. 15-18.