Breyting á Aðalskipulagi Miðbæjarreits hefur tekið gildi


Breyting á Aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar 2019-2039 vegna breyttra skilmála miðbæjarreits hefur nú tekið gildi. Hún var auglýst í B-deild stjórnartíðinda þann 9. desember sl. og hafði áður verið staðfest af Skipulagsstofnun þann 25. nóvember sl. Með breytingunni er heimilað að byggja þrjár hæðir á reitnum með möguleika á inndreginni 4. hæð. Aðalskipulagsbreytingin var kynnt á heimasíðu Grundarfjarðar og Skipulagsgátt þann 11. júní sl, og lágu einnig frammi í Ráðhúsi. Opinn fundur var haldinn um tillöguna þann 25. júní. 

Aðalskipulagsbreytingin er hluti af fyrirhugaðri uppbyggingu Miðbæjarreits sem kynnt var fyrr á árinu. Bæjarstjórn Grundarfjarðar samþykkti á 300. fundi sínum þann 12. júní tilboð frá VHT ehf. fyrir byggingarrétt á svæðinu.