Deiliskipulagsuppdráttur

Gerð hefur verið breyting á deiliskipulagi iðnaðar- og athafnasvæðis vestan Kvernár dags. 18.3.1999 m.s.br. Breyting á deiliskipulagi er í samræmi við Aðalskipulag Grundarfjarðar 2019-2039.

Þann 13. apríl sl. samþykkti bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi iðnaðar- og athafnarsvæðis vestan Kvernár frá 1999 m.s.br., skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Tillagan er í samræmi við gildandi Aðalskipulag Grundarfjarðarbjar 2019 -2039 og felst í megin atriðum í um 1800 m2 stækkun á deiliskipulagssvæðinu til suðurs og breytingum á og við götuna Hjallatún, þ.m.t. breytingum á breidd götunnar, lóðastærðum, lóðanúmerum, byggingareitum og gönguleiðum.

Deiliskipulagsbreytingin hefur hlotið meðferð skv. 41. og 42. gr. skiplagslaga nr. 123/2010.

Tillagan var til sýnis frá 10. maí til 23. júní 2023 á vef sveitarfélagsins, í Ráðhúsi Grundarfjarðar og í Sögumiðstöðinni. Kynningarfundur var haldinn fimmtudaginn 8. júní í Sögumiðstöðinni Grundarfirði. 

Deiliskipulagið hefur þegar öðlast gildi með birtingu í B-deild þann 28. september sl. 

 

Grundarfirði, 23. október 2023

Kristín Þorleifsdóttir, skipulagsfulltrúi