Malbikun á Grundargötu 18. ágúst 2021. Mynd: Tómas Freyr Kristjánsson.
Malbikun á Grundargötu 18. ágúst 2021. Mynd: Tómas Freyr Kristjánsson.

Veðrið hefur ekki verið hagstætt til áframhaldandi malbikunar. 

M.v. veðurspá föstudagsins 27. ágúst er stefnt að því að halda áfram að malbika í Grundarfirði þriðjudaginn 31. ágúst nk. Sett fram með fyrirvara um veður.  

Sl. fimmtudag var lokið við að malbika Grundargötuna - næstum því! Einungis vantaði örfáa metra uppá að næðist að loka aðalgötuhlutanum, inn við Gröf. Sá spotti verður kláraður þegar malbikun getur hafist að nýju.

Hér má sjá frétt á vef bæjarins um "Grænan og gönguvænan Grundarfjörð";  átak í endurbótum gatna, gangstétta og göngutenginga.

Í þessari lotu á eftir að malbika á eftirfarandi stöðum: 

  • Smiðjustígur; gata, gangstétt og stígur uppúr götunni
  • Sæból; gangstétt sunnan megin í götunni, frá samkomuhúsi að Sæbóli 25  
  • Botnlangi/bílastæði að Fellaskjóli og göngustígur frá Fellaskjóli að bílaplani við kirkju
  • Borgarbraut, gangstéttar báðum megin, frá Grundargötu að Hlíðarvegi; 
  • Hrannarstígur, gangstétt vestan megin, frá Sögumiðstöð að Fellaskjóli 
  • Fellasneið, bútur í botnlanga ofan Fellabrekku 
  • Viðgerðir á nokkrum stöðum

Áætlað er að það taki um tvo daga að ljúka þessum verkefnum.

Við munum setja inn tilkynningar eftir helgina, áður en framkvæmdir fara af stað.