Mynd: Tómas Freyr Kristjánsson
Mynd: Tómas Freyr Kristjánsson

Grundarfjarðarbær óskar eftir fulltrúum til tilnefningar í ungmennaráð.  

Í ungmennaráði eiga sæti fimm fulltrúar á aldrinum 15-21 árs, sem íþrótta- og æskulýðsnefnd tilnefnir og bæjarstjórn staðfestir skv. ákvæðum sveitarstjórnarlaga og samþykktar um stjórn Grundarfjarðarbæjar. Í ráðið vantar nú 3 aðalmenn og 2-4 varamenn.

Nefndarmenn fá greidda þóknun fyrir fundarsetu. 

Áhugasöm gefa haft samband við bæjarskrifstofu í síma 430-8500 eða sent póst á grundarfjordur@grundarfjordur.is

Hlutverk ungmennaráðs er:

  • Að koma tillögum og skoðunum ungs fólks til skila til viðeigandi aðila í stjórnkerfi sveitarfélagsins.
  • Að vera bæjaryfirvöldum til ráðgjafar varðandi aðstöðusköpun og afþreyingarmöguleika.
  • Að þjálfa ungt fólk í lýðræðislegum vinnubrögðum og auka tengsl þess við stjórnkerfi sveitarfélagsins.
  • Ungmennaráð starfar með og undir leiðsögn íþrótta- og æskulýðsnefndar.

Erindisbréf fyrir ungmennaráð Grundarfjarðarbæjar