Mynd Skessuhornsins, júlí 2006.
Mynd Skessuhornsins, júlí 2006.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessa dagana eru liðin 15 ár síðan Grundarfjarðarbær og Heilsugæslustöðin Grundarfirði hófu að færa nýfæddum Grundfirðingum svonefnda "sængurgjöf samfélagsins". Hugmyndin vaknaði í vinnu sem staðið hafði yfir árið á undan við setningu fjölskyldustefnu Grundfirðinga. Eitt af markmiðum hennar var að hlúa vel að fjölskyldum í bænum.

Hugmyndin var í grunninn tekin frá Finnlandi, þar sem tíðkast hafði að færa nýfæddum börnum nokkurs konar vöggu að gjöf, með ýmsum gagnlegum barnavörum. 

Æ síðan hafa foreldrar nýbura í Grundarfirði fengið slíka gjöf og verða börn fædd 2021 því sextándi árgangurinn sem fær gjafir.  

Síðustu árin hafa bærinn, leikskólinn, heilsugæslustöðin og Slysavarnadeildin Snæbjörg staðið að gjöfinni sem inniheldur m.a. kuldagalla og innanundirfatnað, handklæði, bók og fleira, auk árveknileiðbeininga vegna slysa á börnum. 

Hér er frétt Skessuhorns 1. mars 2006 um samþykkt bæjarstjórnar um málið á sínum tíma og frétt á bæjarvefnum 24. júlí 2006 og 6. desember 2006, árið sem fyrstu gjafirnar voru afhentar. Einnig frétt úr Morgunblaðinu frá 2006

Hér má einnig sjá nokkrar gamlar myndir: 

Bréf til fyrirtækjaBréf til nýfæddra Grundfirðinga 2006

Frétt úr Skessuhorni 26. júlí 2006