- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Á 257. fundi sínum þann 21. mars sl. samþykkti skipulags- og umhverfisnefnd að láta fara fram grenndarkynningu í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, vegna byggingaráforma á tveimur íbúðarlóðum við Grundargötu 82 og 90. Sjá 257. fundargerð nefndarinnar hér.
Grenndarkynning þessi er byggð á 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem kveðið er á um að þegar sótt er um byggingarleyfi sem er í samræmi við landnotkun, byggðarmynstur og þéttleika byggðar í þegar byggðu hverfi en deiliskipulag liggur ekki fyrir, skuli skipulagsnefnd láta fara fram grenndarkynningu.
Samkvæmt Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039 er lóðin á svæði sem ætlað er fyrir íbúðarlóðir, en svæðið hefur þó ekki verið útfært nánar í deiliskipulagi.
Í grenndarkynningu felst að þeim nágrönnum, sem hagsmuna eiga að gæta, að mati skipulags- og umhverfisnefndar, er kynnt málið skriflega og gefinn kostur á að tjá sig um það, innan ákveðins frests sem skal vera a.m.k. fjórar vikur.
Hér fyrir neðan er hægt að sjá afstöðumynd og útlit fyrirhugaðra framkvæmda:
Kynningarbréf hafa verið send til eigenda fasteigna við Grundargötu 65, 67, 69, 76, 78, 80, 84 og 86 vegna byggingaráforma á Grundargötu 82 og til eigenda fasteigna við Grundargötu 69, 84, 86, 88, 92 og 94 vegna framkvæmda á Grundargötu 90. Gefst þeim frestur til og með miðvikudagsins 24. apríl 2024 til að gera athugasemdir. Berist engar athugasemdir innan þessara 4 vikna teljast byggingaráformin samþykkt.
Athugasemdum má skila í Ráðhús Grundarfjarðarbæjar, Borgarbraut 16 eða á netfangið skipulag@grundarfjordur.is, merkt "Grundargata 82/90".
Heimilt er að stytta tímabil grenndarkynningar berist undirritað samþykki þeirra fasteignareigenda sem kynningarbréf fengu, sbr. 3. mgr. 44. gr, skipulagslaga nr. 123/2010.
Nánari upplýsingar hafa eigendur framangreindra fasteigna fengið í bréfi sem borið var í hús.
Skipulagsfulltrúi Grundarfjarðarbæjar