Hafin er vinna við endurskoðun skólastefnu Grundarfjarðarbæjar frá 2014. Verkefnið er fólgið í því að greina núverandi stöðu og framkvæmd á gildandi skólastefnu og móta framtíðarsýn með skýrum viðmiðum um gæði menntastarfs. Ætlunin er að til verði ný stefna, sem taki til allra skólastiga (leikskóli, grunnskóli, tónlistarskóli) og kallist "menntastefna".  

Að þessari vinnu er kallað eftir aðkomu starfsfólks, nemenda, foreldra og annarra íbúa sveitarfélagsins, enda er það grundvöllur þess að sem mest sátt ríki um menntastefnu og framkvæmd hennar, að sem flest sjónarhorn heyrist inní vinnunni.

Hvenær: Miðvikudaginn 24. maí 

Tími: klukkan 17.00-19.00

Hvar: Samkomuhúsi Grundarfjarðar, Sólvöllum 3

Veitingar: Léttar veitingar

Dagskrá fundarins:

  • Kynning á stýrihópi og verkefninu - 5 mínútur
  • Erindi - Gerð og mikilvægi menntastefnu sveitarfélaga - 15 mínútur
  • Hópavinna - 60-70 mínútur
  • Samantekt, spurningar og næstu skref - 20-30 mínútur
  • Fundi lokið 19.00

Athugið!
Eftir fundinn verður opið fyrir athugasemdir í 2 vikur í skjali sem verður hægt að skrifa inní fyrir þau sem ekki komast á fundinn. Skjalið verður birt á bæjarvefnum.

Einnig er hægt að senda tölvupóst eða hringja í verkefnastjóra Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, hjá Ásgarði skólaþjónustu, á netfangið gunnthor@ais.is eða í síma 699-1303 og koma á framfæri ábendingum.  

Hér er skólastefna Grundarfjarðarbæjar frá 2014

Hér er frétt um endurskoðun skólastefnunnar

Með von um gott samstarf og góða þátttöku,

Stýrihópur um endurskoðun skólastefnu