Laugardaginn 23. september hefst Íþróttavika Evrópu. 

Líkt og undanfarin ár, hlaut Íþrótta- og ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) styrk frá Evrópusambandinu vegna Íþróttaviku Evrópu (European Week of Sport), sem haldin er 23–30. september ár hvert í yfir 30 löndum. Í íþróttavikunni sameinast Evrópubúar undir slagorðinu #BeActive og er markmiðið að kynna íþróttir og almenna hreyfingu og sporna þannig við auknu hreyfingarleysi meðal almennings. Íþróttavikan er ætluð öllum - óháð aldri, bakgrunni og líkamlegu ástandi. Sérstök áhersla er lögð á ná til grasrótarstarfsemi og hvetja almenning til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi.

Grundarfjarðarbær og samstarfsaðilar taka þátt í Íþróttavikunni í ár og er boðið upp á glæsilega dagskrá þ.m.t. krakkajóga, opna tíma hjá Líkamsræktinni, Box 7 og Heilsueflingu 60+, kynning á Brazilian Jiu Jitsu í Klifurfelli og gönguferðir með leiðsögn á Grábrók eða Langahrygg.  Auk þess fáum við til okkar flotta fyrirlesara: dr. Erlu Björnsdóttur, sálfræðing og kennara við HR, sem fjallar um mikilvægi svefns fyrir heilsu, líðan og árangur; Arnar Hafsteinsson, íþróttafræðing og stundakennara við HR, sem fræðir okkur um vöðvarýrnun og mikilvægi styrktarþjálfunar; og Pálmar Ragnarsson, fyrirlesara og körfuboltaþjálfara, sem fjallar um áhrif jákvæðra samskipta.

 

Við hvetjum alla til að taka þátt! 

 

Dagskrá