Grundarfjarðarbær óskar eftir að ráða starfsmann í afleysingar í þjónustumiðstöð (áhaldahús og eignaumsjón) hið fyrsta. Ráðið er í 100% starf tímabundið til fjögurra mánaða eða skv. samkomulagi. Einnig óskum við eftir verkefnis­stjórum fyrir tilfallandi framkvæmdaverkefni. Leitað er að áhugasömum starfsmönnum með ríka þjónustulund og metnað til að skila góðu starfi.

 

Starfsmaður í afleysingar í þjónustumiðstöð

Starfsmaðurinn sinnir fjölbreyttum verkefnum sem falla undir fasteignaumsjón og áhaldahús. Starfsmaðurinn leysir af starfsmann eignaumsjónar og verkstjóra áhaldahúss, að hluta. Um er að ræða almenn viðhalds- og þjónustuverkefni tengd fasteignum bæjarins, verklegar framkvæmdir og önnur þau verkefni sem yfirmaður felur honum. Í tengslum við verkefnin þarf viðkomandi að vera í samskiptum við stofnanir bæjarins, verktaka og þjónustuaðila.

 

Tilfallandi verkefnastjórnun framkvæmdaverkefna

Til að tryggja framgang nokkurra áhugaverðra framkvæmdaverkefna, leitum við að einstaklingum sem eru tilbúnir að taka að sér verkefnisstjórn einstakra framkvæmda. Um er að ræða nokkur framkvæmdaverkefni sem eru á fjárhagsáætlun. Verkefnin krefjast þess að viðkomandi sé að mestu á staðnum, hafi umsjón með skipulagi og framgangi framkvæmda og sé í góðum samskiptum við verktaka og starfsmenn bæjarins.

 

Hæfniskröfur:

Viðkomandi þarf að:

  • vera ábyrgur, lipur í samskiptum, stundvís, sjálfstæður í vinnubrögðum
  • búa yfir góðri verklegri þekkingu og reynslu
  • hafa góða þjónustulund og sýna frumkvæði í starfi
  • hafa bílpróf, góða íslenskukunnáttu og góða almenna tölvukunnáttu, þ.e. geta notað tölvupóst, excel og helstu vinnutæki.

Fyrir verkefnastjórnunarverkefni er kostur að viðkomandi hafi reynslu af verkstjórn og/eða verkefnis­stjórnun. Iðnmenntun kostur.

Starfsmaður og verkefnastjórar starfa á umhverfis- og skipulagssviði, undir verkstjórn sviðsstjóra og byggingarfulltrúa.

Upplýsingar um störfin veita Kristín Þorleifsdóttir, sviðsstjóri, í síma 4308500 eða skipulag@grundarfjordur.is og Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri í síma 8986605 eða bjorg@grundarfjordur.is

Einnig er óskað eftir starfsfólki í sumarstörf, umsjón sumarnámskeiða, í upplýsingamiðstöð, tjaldsvæði og sundlaug. Sjá nánar hér.

Sótt er um störfin gegnum vef Grundarfjarðarbæjar, www.grundarfjordur.is

Umsóknarform!

Umsóknarfrestur er til og með sunnudeginum 16. apríl nk.