Langar þig að fara að breyta til? Viltu stækka eða minnka við þig húsnæði? Eiga möguleikann á að hanna þitt eigið hús og stjórna ferðinni? Dreymir þig um nálægð við náttúruna, einstakt útsýni til sjávar og fjalla, skapandi og skemmtilegt samfélag? Þá erum við með lóðirnar fyrir þig. 

Á meðfylgjandi mynd eru sýndar áhugaverðar lóðir, þ.e. 

  • Lóðir sem nú þegar eru lausar til úthlutunar
  • Miðbæjarreitur, sem ætlaður er til uppbyggingar blandaðrar byggðar (íbúðir, þjónusta) - reiturinn hefur ekki verið deiliskipulagður en býður uppá fjölbreytta möguleika til að þróa og styrkja miðbæ
  • Lóðir/svæði sem er í deiliskipulagsferli 

Grundarfjarðarbær veitir tímabundinn 50% afslátt af gatnagerðargjöldum á tilteknum eldri lóðum í Grundarfirði. Þær lóðir sem afslátturinn gildir um eru eftirtaldar:

Íbúðarlóðir:

  • Fellabrekka 1
  • Fellabrekka 7, 9, 11 og 13
  • Fellasneið 5 og 7 (í deiliskipulagsferli) 
  • Grundargata 63, 82 og 90
  • Hellnafell 1
  • Hlíðarvegur 7
  • Ölkelduvegur 17 og 19 

Iðnaðar- og athafnalóðir:

  • Hjallatún, metralóðir 

Lágmarksgjald skv. gjaldskrá gatnagerðargjalda er aftengt á tímabilinu, en hámarksgjald helst óbreytt.

Lóðaúthlutun og framkvæmdir fara eftir nánari skilmálum sem bæjarstjórn hefur samþykkt.

Breyting á deiliskipulagi Ölkeldudals 

Deiliskipulagsferli og kynning er að hefjast fyrir nýjar lóðir, með breytingu á deiliskipulagi Ölkeldudals, í samræmi við aðalskipulag. Breytingin felst annars vegar í viðbótarlóðum upp Ölkelduveg fyrir raðhús, parhús eða einbýlishús. Hins vegar er gert ráð fyrir nýjum lóðum vestan við Dvalar- og hjúkrunarheimilið Fellaskjól, skv. samkomulagi við stjórn Fellaskjóls sem mun selja bænum hluta úr eignarlóð sinni. Síðarnefndu lóðirnar eru ætlaðar til byggingar húsa fyrir fólk 60 ára og eldri.  Deiliskipulagsbreytingin verður auglýst á næstunni.

Skoðið endilega eftirfarandi: 

Skilmálar um tímabundinn afslátt af gatnagerðargjöldum

Samþykkt um úthlutun lóða í Grundarfirði

Yfirlit yfir lausar lóðir

Umsókn um lóð - Eyðublað