Hefur þig alltaf dreymt um að búa við sjávarsíðuna,  umvafin(n) fjallasýn, þar sem veðrið kemur þér á óvart hvern dag og nágrannakærleikur er ríkjandi? Flytja í samheldið samfélag þar sem stutt er í dýrðlega náttúru og alla helstu þjónustu og þar sem hugmyndirnar verða að veruleika?

Þá erum við með tækifærið fyrir þig.

Þann 9. júní sl. á 262. fundi bæjarstjórnar var samþykkt að veita 75% afslátt af gatnagerðargjöldum af tilteknum lóðum í Grundarfjarðarbæ. Áður hafði verið í gildi 50% afsláttur af gatnagerðargjöldum á viðkomandi lóðum.

Á meðfylgjandi mynd eru sýndar áhugaverðar lóðir, þ.e.

  • Lóðir sem nú þegar eru lausar til úthlutunar - 
  • Miðbæjarreitur, sem ætlaður er til uppbyggingar blandaðrar byggðar (íbúðir, þjónusta) - reiturinn hefur ekki verið deiliskipulagður en býður uppá fjölbreytta möguleika til að þróa og styrkja miðbæ
  • Lóðir/svæði sem er í deiliskipulagsferli 

Grundarfjarðarbær veitir tímabundinn 75% afslátt af gatnagerðargjöldum á tilteknum eldri lóðum í Grundarfirði. Þær lóðir sem afslátturinn gildir um eru eftirtaldar:

Íbúðarlóðir:

  • Fellabrekka 1
  • Fellabrekka 7, 9, 11 og 13
  • Fellasneið 5 og 7 (í deiliskipulagsferli) 
  • Grundargata 63, 82 og 90
  • Hellnafell 1
  • Ölkelduvegur 17 og 19 (einbýli/parhús)
  • Ölkelduvegur 29 - 37 (raðhúsalóð) 

Iðnaðar- og athafnalóðir:

  • Hjallatún, metralóðir 

Lágmarksgjald skv. gjaldskrá gatnagerðargjalda er aftengt á tímabilinu, en hámarksgjald helst óbreytt.

Lóðaúthlutun og framkvæmdir fara eftir nánari skilmálum sem bæjarstjórn hefur samþykkt.

Nánari upplýsingar um lóðaúthlutun og skilmála um afslátt:

Skilmálar um tímabundinn afslátt af gatnagerðargjöldum

Samþykkt um úthlutun lóða í Grundarfirði

Yfirlit yfir lausar lóðir

Umsókn um lóð - eyðublað