Verk listamanna í listvinnuskólanum 2023
Verk listamanna í listvinnuskólanum 2023

Eins og sl. tvö ár stendur Grundarfjarðarbær fyrir skapandi listavinnuskóla í ágúst - nánar tiltekið dagana 11. til 14. ágúst nk. kl. 13:00 til 15:30.

Listavinnuskólinn er unninn í samstarfi við Samtök Sveitarfélaga á Vesturlandi og er hluti af áhersluverkefni Sóknaráætlunar Vesturlands. Krakkar á aldrinum 13-16 ára (7. til 10. bekkur á síðasta skólaári) geta sótt um að starfa í listavinnuskólanum, en þetta er sá hópur sem hefur starfað við fegrun og umhirðu svæða innan sveitarfélagsins, fyrr í sumar.

Með Listavinnuskólanum gefst tækifæri til viðbótarvinnu við skapandi greinar og verður leiðbeinandi námskeiðsins Dagný Rut Kjartansdóttir. Dagný útskrifaðist með meistaragráðu í kennsluréttindum með áherslu á listsköpun frá Háskóla Íslands sumarið 2022 og er kennari við Grunnskóla Grundarfjarðar.

Unnið verður að því að efla listsköpun, sjálfstæði og sjálfsöryggi hjá börnunum. Að þeim sé gefið tækifæri til að eflast í hópastarfi og læra að vinna við mismunandi aðstæður og með mismunandi efnum. Hér fá krakkarnir tækifæri til þess að taka þátt í uppbyggingu listastarfs í bænum ásamt því að fegra umhverfið og vera höfundar að tilvonandi listsköpun í bænum. 

Unnið er frá 11. til 14. ágúst nk. frá 13:00 - 15:30.  

Sömu reglur gilda og í Vinnuskólanum, og eru laun einnig greidd í listavinnuskólanum 2025. Launin eru þau sömu og fyrr í sumar, fyrir hvern árgang. Sjá nánar um Vinnuskólann 2025 - reglur og starfskjör

Sækja þarf um listavinnuskólann á vef Grundarfjarðarbæjar, sjá hér.

Nánari upplýsingar eru veittar hjá Dagnýju Rut í netfangið dagnyrut@gfb.is

 
Íþrótta- og tómstundafulltrúi Grundarfjarðarbæjar