Miðbæjarreitur - Breyting á aðalskipulagi

Hér er lögð fram lýsing og tillaga til kynningar á vinnslustigi um breytingu á Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039 sbr. 1. og 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sem gerð er í tengslum við áform um uppbyggingu á miðbæjarreit. Á 297. bæjarstjórnarfundi þann 10. apríl 2025 samþykkti bæjarstjórn afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar þessa efnis.

Á miðsvæðum í aðalskipulagi er yfirleitt gert ráð fyrir blandaðri byggð íbúða og þjónustu. Við gatnamót Grundargötu og Hrannarstígs er áhugi á að uppbyggingin snúist um verslun og þjónustu á jarðhæð en íbúðir á efri hæðum. Að öðru leyti hafa uppbyggingaráform ekki verið fastmótuð en munu þróast í samstarfi bæjarins og uppbyggingaraðila.    

Grundarfjarðarbær finnur fyrir eftirspurn eftir íbúðum og gera má ráð fyrir að 5-10 íbúðir þurfi á hverju ári næstu árin, skv. húsnæðisáætlun. Auk íbúða á miðbæjarsvæðinu er gert ráð fyrir nýjum íbúðum, m.a. í Ölkeldudal, en þar er um aðrar íbúðargerðir að ræða, þ.e. raðhús og lítil fjölbýli.  

Haldnir voru tveir fundir með íbúum miðvikudaginn 2. apríl 2025, en þar kom fram almenn ánægja með fyrirhugaða tillögu. Annars vegar var fundur með eigendum húsa í næsta nágrenni við miðbæjarreit og hinsvegar opinn fundur í samkomuhúsinu til kynningar á áformunum og til að fá fram sjónarmið íbúa.  

Unnið var úr því efni sem fram kom úr umræðum fundarins. Lögð var fram í einu lagi skipulagslýsing og tillaga til kynningar á vinnslustigi um breytingu á Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039. 

Lýsing og tillaga til kynningar á vinnslustigi um breytingu á Aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar 2019-2039

Skipulagsgögn eru aðgengileg í Ráðhúsi Grundarfjarðar og á Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar https://skipulagsgatt.is/issues/2025/533

Lýsingin er auglýst á tímabilinu 15. apríl – 24. apríl 2025. Ábendingar og athugasemdir við lýsinguna skulu berast í síðasta lagi 24. apríl 2025 í gegnum Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar. 

 

Grundarfirði, 15. apríl 2025, 

Sigurður Valur Ásbjarnarson, 

skipulagsfulltrúi Grundarfjarðarbæjar