35. hafnasambandsþing var haldið dagana 12.-13. október á Hótel Höfn, Hornafirði. Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, var endurkjörinn formaður Hafnasambandsins til tveggja ára.

Ásamt honum voru kjörin í stjórn:

  • Björg Ágústsdóttir, Grundarfirði
  • Björn Magnússon, Hafnasamlagi Norðurlands
  • Helga Jónsdóttir, Fjarðabyggð
  • Ólafur M. Kristinsson, Vestmannaeyjum
  • Ólafur Örn Ólafsson, Grindavík
  • Skúli Þórðarson, Húnaþingi vestra

Í varastjórn voru kjörnir þrír fulltrúar:

  1. Guðmundur Kristjánsson, Ísafirði 
  2. Már Sveinbjörnsson, Hafnarfirði
  3. Svanfríður I. Jónasdóttir, Hafnasamlagi Eyjafjarðar

Skoðunarmenn reikninga:

  • Sigríður Finsen, Grundarfirði
  • Sigurður Valur Ásbjarnarson, Sandgerði

Varamenn:

  • Ásta María Björnsdóttir, Hafnarfirði
  • Björn Arnaldsson, Snæfellsbæ

Á þinginu var samþykkt að breyta nafni Hafnasambands sveitarfélaga í Hafnasamband Íslands. Megintilgangur nafnabreytingarinnar er að koma til móts við hafnir sem ekki eru í eigu sveitarfélaga og gera þeim kleift að vera innan Hafnasambands Íslands.