Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar samþykkti þann 20. febrúar 2024 að auglýsa eftirfarandi skipulagsáform fyrir tvö svæði:

 

Nýjar íbúðarlóðir í Ölkeldudal, skipulagslýsing

Auglýst í samræmi við 36 gr. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Markmið með endurskoðun á deiliskipulagi fyrir Ölkeldudal og samhliða breytingu á aðalskipulagi er að auka framboð á hagkvæmum og fjölbreyttum lóðum fyrir íbúðarhúsnæði í Grundarfirði.

Tekin hefur verið ákvörðun um að þróa hluta Paimpolgarðsins sem liggur næst Borgarbraut, Ölkelduvegi og Hrannarstíg fyrir íbúðarhúsnæði, um leið og hluti svæðisins verður skjólsæll og aðlaðandi almenningsgarður fyrir samkomur og útivist. Í endurskoðun á gildandi deiliskipulagi Ölkeldudals felst að fjölga íbúðarlóðum, endurhanna götur með áherslu á öryggi gangandi vegfarenda og tryggja að Paimpolgarðurinn verði aðlaðandi almenningsgarður fyrir íbúa. Markmið er að nýjar íbúðir verði hagkvæmar í uppbyggingu og fjölbreyttar að stærð og gerð og að nýjar byggingar og lóðir falli vel að núverandi byggð. Við endurskoðun á deiliskipulagi fellur gildandi deiliskipulag fyrir Ölkeldudal úr gildi.

Í breytingu á Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039 felst að stærðir landnotkunarreita innan deiliskipulagssvæðisins breytast og skilmálum er breytt í samræmi við áherslur í deiliskipulagi.

Nánar um tillögurnar vísast til kynningargagna.

Hér má nálgast gögn um nýjar íbúðarlóðir í Ölkeldudal:  skipulagslýsing fyrir endurskoðun deiliskipulags og tilheyrandi breytingu aðalskipulags.  

 

Iðnaðarsvæði vestan Kvernár, vinnslutillaga, aðalskipulagsbreyting

Auglýst í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Unnið er að endurskoðun á deiliskipulagi iðnaðarsvæðisins vestan Kvernár með það að markmiði að tryggja hagkvæma nýtingu á landi og auka framboð á lóðum fyrir iðnaðarstarfsemi í sveitarfélaginu.

Vegna endurskoðunar á deiliskipulagi þarf að gera breytingu á Aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar 2019-2039 sem nær til landnotkunarreita innan og við deiliskipulagssvæðið.

Í breytingunni felst að landnotkunarreitur fyrir efnistöku (E-3) verður hluti af landnotkunarreit fyrir iðnaðarstarfsemi (I-1). Reitur I-1 stækkar einnig til vesturs og gerðar eru breytingar á aðliggjandi landnotkunarreitum. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. 

Markmið aðalskipulagsbreytingarinnar er að fjölga hagkvæmum lóðum fyrir iðnaðarstarfsemi og tryggja góða nýtingu á landi og innviðum. Í Grundarfirði er einungis eitt iðnaðarsvæði og því afar mikilvægt að skipuleggja svæðið vel og tryggja framboð á lóðum fyrir iðnað til langs tíma. Með breytingunni stækkar iðnaðarsvæðið og því mögulegt að fjölga lóðum, fjölbreyttum að stærð og gerð.

Hér má nálgast gögn um iðnaðarsvæðið vestan Kvernár: Tillaga á vinnslustigi um breytingu á Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039

---

Ofangreind gögn verða til sýnis á vef bæjarins (www.grundarfjordur.is), í Ráðhúsinu Borgarbraut 16, Bókasafninu Grundargötu 35 og Skipulagsgáttinni (www.skipulagsgatt.is).

Ahugasemdafrestur er frá 28. febrúar, til og með 20. mars 2024. Ábendingum og/eða athugasemdum skal skila í Skipulagsgáttina eða á netfangið skipulag@grundarfjordur.is 

Opið hús til kynningar á þessum áformum verður miðvikudaginn 6. mars kl. 16:00-17:00 í Ráðhúsinu, Borgarbraut 16.

 

Grundarfirði, 28. febrúar 2024

Sigurður Valur Ásbjarnarson, skipulagsfulltrúi Grundarfjarðarbæjar