Frá Spjallarahópnum:

Spjallarinn er á sínum stað fimmtudagskvöldið 11. ágúst nk.  Hist verður kl. 20:00 í Bæringsstofu í Sögmiðstöðinni, Grundargötu 35. 

Spjallarinn að þessu sinni er hún Eglé Sipaviciute en í hún hefur í sumar séð um hin vinsælu sumarnámskeið fyrir börn á aldrinum ca. 6-10 ára. 

Eglé er nemi í mannfræði við Háskóla Íslands og hefur áralanga reynslu af stjórnun námskeiða fyrir börn, má þar m.a. nefna uppsetningu leiksýninga hjá Þjóðleikhúsinu frá 2017. Hún er skátaforingi til margra ára og hafði umsjón með Útilífsskóla Skátafélagsins Skjöldunga árið 2021.  

Eglé er einstaklega lífleg og metnaðarfull þegar kemur að menningarstarfi og starfi með börnum. Hún mun segja frá sumarnámskeiðum barnanna, fara vítt yfir tækifærin í lista- og menningarlífi á Snæfellsnesi, segja frá sjálfri sér og flétta ýmislegt annað inní spjallið. 

Hittumst fimmtudagskvöldið 11. ágúst og eigum saman góða spjallstund!