Til stendur að bæta fjórum dögum við sumarnámskeiðið fyrir börn, ef næg þátttaka verður. 

Möguleiki er á að bæta við námskeiði mánudag 17. ágúst til fimmtudags 20. ágúst, ef næg þátttaka verður. Við miðum við að fá allavegana 10 börn. Námskeiðin eru sem fyrr í boði fyrir börn fædd 2008-2014. 

Verð fyrir þessa viðbótardaga: hálfan dag 4.800 kr., heilan dag 8.000 kr. 

Forráðamenn sem vilja skrá börn sín þessa viðbótardaga eru vinsamlegast beðnir að sækja um hálfan eða heilan dag, á eyðublaði á bæjarvefnum, smellið hér, sem allra fyrst, en í síðasta lagi fyrir kl. 10:00 föstudaginn 14. ágúst nk. 

Í upprunalegu auglýsingunni má finna frekari upplýsingar, sjá hér